Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 461 svör fundust

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

Nánar

Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?

Svarið er já, og auðvelt er að reikna út hversu mikið maður léttist hlutfallslega. Þyngdarkraftur frá jörð utan við hana er í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá miðju hennar í öðru veldi. Sjávarmál er í um 6.400 km fjarlægð frá jarðamiðju og við getum sagt að flugvélin sé í 10 km hæð eins og algengt er í farþega...

Nánar

Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?

Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu: Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sam...

Nánar

Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?

Fjósakonurnar tilheyra stjörnumerkinu Óríon. Þær eru þrjár bjartar stjörnur sem mynda svo til beina línu við miðju merkisins og eru oft nefndar Belti Óríons á erlendum málum. Þessar stjörnur heita (talið frá vinstri til hægri) Alnitak, Alnilam og Mintaka og eru þær allar talsvert stærri, bjartari og heitari en sól...

Nánar

Hvað er Beringssund breitt?

Beringssund er sundið á milli Desnjév-höfða í Rússlandi, sem er austasti hluti meginlands Asíu, og Prince of Wales-höfða í Alaska, en það er vestasti hluti meginlands Norður-Ameríku. Mörkin á milli heimsálfanna tveggja liggja um mitt sundið. Beringssund er um 85 km breitt og dýpið þar er á bilinu 30-50 m. Sundi...

Nánar

Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?

Eins og fram kemur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? þá vaxa neglur mjög hægt, að meðaltali 0,1 mm á dag. Vaxtarhraðinn er þó breytilegur, til dæmis eftir því hvort um er að ræða neglur á tám eða fingrum, eftir árstíðum, aldri og kyni. Einnig geta sjúkdómar haft áhrif á hversu hra...

Nánar

Hvað er parísarhjólið í London hátt?

Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund. Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa ...

Nánar

Bíta mörgæsir?

Eins og flest önnur villt dýr geta mörgæsir bitið frá sér við ákveðnar kringumstæður. Þó mörgæsir séu tannlausar geta þær skilið eftir sig merki. Mörgæsir verja hreiður sín fyrir óboðnum gestum með því að bíta frá sér og slá með vængjunum. Á fengitíma eiga karldýrin það líka til að bíta hvert annað. Vísindame...

Nánar

Af hverju er fyrsti apríl svona merkilegur?

Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt, til dæmis með því að hrekkja og gabba fólk. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Hægt er að lesa meira ...

Nánar

Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?

Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...

Nánar

Hvernig búa örgjörvar til púlsuð klukkumerki (e. clock signal)?

Örgjörvi (e. processor/CPU) notar tíðnigjafa til að búa til púlsað klukkumerki. Þessi tíðnigjafi kallast oscillator crystal og er oftast gerður úr kristal. Örgjörvinn notar þetta klukkumerki til að stýra allri sinni innri vinnslu. Bakhlið (til vinstri) og framhlið (til hægri) örgjörva. Örgjörvar eru seldir for...

Nánar

Fleiri niðurstöður