Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 371 svör fundust

Hvað er Langanesveiki?

Langanesveiki er arfgeng sjónu- og æðuvisnun (e. Sveinsson’s chorioretinal atrophy) sem fyrst var lýst af Kristjáni Sveinssyni augnlækni árið 1939. Hún hefur mjög skýrt og ríkjandi erfðamynstur og einstaklingar sem erfa stökkbreyttan erfðavísi frá öðru foreldri fá sjúkdóminn en aðrir ekki. Langanesveiki lýsir ...

Nánar

Hvað er eyrnabólga barna?

Miðeyrnabólga, sem í daglegu tali kallast eyrnabólga, er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríusýkingar og er hún mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Miðeyrað er loftfyllt holrúm á milli hljóðhimnunnar og innra eyrans. Kokhlustin er loftrás sem liggur á milli miðeyrans og nefkoksins og sér til þe...

Nánar

Hvað er selen og til hvers þurfum við það?

Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...

Nánar

Hver er eðlilegur líkamshiti manns?

Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?

Helga Ögmundsdóttir er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum. Helga stofnsetti ásamt Jórunni Eyfjörð Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og snérust rannsóknir hennar þar meðal annars að litn...

Nánar

Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?

Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...

Nánar

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

Nánar

Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

Hér er einnig svar við spurningunni: Er lúpínuseyði gott til verndar ónæmiskerfinu og hefur það verið rannsakað vísindalega? Maður að nafni Ævar Jóhannesson hefur framleitt lúpínuseyði frá árinu 1988 og gefið þeim sem þiggja vilja. Hefur það verið notað af fjölmörgum einstaklingum sem hafa glímt við ýmsa kvilla ...

Nánar

Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?

Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...

Nánar

Hver var Díoskúrídes?

Pedaníos Díoskúrídes var forngrískur læknir og grasafræðingur sem starfaði í Róm um og eftir miðja fyrstu öld. Hann var frá Caesareu í Kilikíu í Litlu-Asíu en er iðulega kenndur við Anazarbos en það er yngra heiti á borginni. Gjarnan er talið að Díoskúrídes hafi verið læknir í rómverska hernum en ályktunin byggir ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgre...

Nánar

Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?

Þau sem hafa fóðrað garðfugla svo sem svartþresti (Turdus merula) og skógarþresti (Turdus iliacus) á rúsínum hafa tekið eftir því hversu hrifnir þeir eru af þessum þurrkuðu vínberjum. Rúsínur eru á engan hátt skaðlegar fyrir fugla og því er í lagi að fóðra þá á þeim. Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti e...

Nánar

Fleiri niðurstöður