Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 146 svör fundust

Hvers vegna fá konur hárlos skömmu eftir fæðingu?

Fjöldi höfuðhára er yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000. Við venjulegar kringumstæður eru um 90% af hárinu á höfði manns að vaxa á hverjum tíma og um 10% í dvala eða hvíld. Hvíldin getur staðið í tvo til þrjá mánuði en að lokum losna hárin sem voru í dvala og falla af en ný hár taka að vaxa í þeirra stað. Áætla...

Nánar

Er óhollt að borða fleiri en eitt egg á dag?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Af hverju er alltaf talað um að það sé einungis æskilegt að borða 1 egg á dag? Er það bara vegna kólesetrólmagns eggjarauðunnar? Sennilega veit það enginn fyrir víst hvað telst hollt að borða mörg egg á dag. Hins vegar er ljóst að á síðustu árum hefur þróast meðal okkar ein...

Nánar

Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?

K-vítamín er lífsnauðsynlegt öllum mönnum. Skortur á K-vítamíni veldur því að það tekur lengri tíma fyrir blóðið að lifrast (storkna) og það getur orsakað innri blæðingar. K-vítamín finnst í laufum plantna en í mönnum er K-vítamínið yfirleitt framleitt af gerlum sem finnast í þörmunum. Gerlar sem framleiða vítamín...

Nánar

Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?

Líkami okkar fær fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt, sólarljósið breytir vissum efnum í D-vítamín í húðinni og við fáum einnig D-vítamín með fæðunni. Ef útfjólublátt ljós skín á líkamann, myndast á 10-15 mínútum allt það D-vítamín sem við þurfum þann daginn. Þegar nægjanlegt D-vítamín hefur mynd...

Nánar

Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...

Nánar

Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?

Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...

Nánar

Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?

Í flestum tilfellum geta grænmetisætur uppfyllt næringarþörf sína. Þeir sem ástunda slíkt mataræði þurfa þó að kynna sér vel hverjir annmarkar grænmetisfæðisins eru með tilliti til þarfa líkamans. Því takmarkaðra sem fæðuval þeirra er, þeim mun betur þurfa þeir að vera að sér um næringarinnihald matvæla. Grænme...

Nánar

Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?

Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...

Nánar

Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?

Í rannsóknum á áhrifum omega-3-fitusýra gegn þjáningum fólks með liðagigt hafa verið gefin 5-10 grömm á dag án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Hins vegar getur þetta hækkað blóðsykur hjá þeim sem eru með fullorðinssykursýki. Lítil hætta er þó á aukaverkunum fyrr en við mjög stóra skammta af omega-3-fitusýrum...

Nánar

Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?

Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...

Nánar

Fleiri niðurstöður