Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 532 svör fundust

Hvernig er yfirborð Satúrnusar?

Satúrnus er næststærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð. Hér má sjá innviði Júpíters og Satúrnusar.Upplýsingum um efnasamsetningu gasrisanna hefur að mestu verið aflað af geimföru...

Nánar

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...

Nánar

Hvernig myndast frostrósir á rúðum? Myndast þær annars staðar?

Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld myndun snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum.Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?

Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...

Nánar

Getur lofttæmi lyft loftskipi eins og vetni?

Svarið er já að því leyti að það er vel hægt að hugsa sér að lofttæmt ílát eða loftskip geti lyfst frá jörðu. Hins vegar höfum við prófað að leita að vacuum balloons á veraldarvefnum og niðurstöður þeirrar leitar benda til þess að mönnum hafi ekki tekist að smíða slíkt ílát og muni jafnvel aldrei takast það. Um...

Nánar

Er sóri smitandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina? Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útb...

Nánar

Hvernig verða demantar til í náttúrunni?

Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu...

Nánar

Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?

Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...

Nánar

Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?

Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...

Nánar

Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár?

Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur: Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og...

Nánar

Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?

Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...

Nánar

Fleiri niðurstöður