Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2462 svör fundust

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

Nánar

Hefur myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Síðan 1970 hefur Hekla gosið á 10 ára fresti og hafa gosin verið lítil miðað við fyrri gos. Ég tel mig hafa lesið einhvers staðar að það gæti hafa myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu. Ef þetta er rétt, hversu miklar líkur eru á því að gosið gæti úr g...

Nánar

Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?

Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...

Nánar

Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?

Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...

Nánar

Hvað er svona merkilegt við árið 1918?

Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918

Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...

Nánar

Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?

Upprunalega spurningin var: Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum? Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimi...

Nánar

Hver var Guðmundur Kjartansson og hvert var framlag hans til jarðfræðinnar?

Guðmundur Kjartansson (1909–1972)[1] var prestssonur, fæddur að Hruna í Hrunamannahreppi og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Gagnfræðaprófi lauk hann frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og stúdentsprófi frá MR 1929. Náttúrufræðikennari við MR var þá Guðmundur G. Bárðarson, áhuga- og áhrifamaður mikill um náttúruvís...

Nánar

Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?

Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld. Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Ís...

Nánar

Hver er munurinn á sósíalisma og kommúnisma?

Orðið „sósíalismi" var fyrst notað árið 1827 og þá til að lýsa sameignarhugmyndum Englendingsins Roberts Owens. Orðið „kommúnismi" er eldra og hugmyndin um kommúnískt samfélag (þar sem einkaeignarétturinn er bannaður) mun fyrst koma fyrir í Ríki Platons (4. öld f.Kr.). Merking þessara tveggja hugtaka hefur verið n...

Nánar

Fleiri niðurstöður