Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2463 svör fundust

Hvað þýðir „skor“ í orðum eins og stærðfræðiskor, og hvernig er það tilkomið? Eru til samsvarandi orð í skyldum tungumálum?

Orðið skor hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‛deild í her Rómverja’ og er sú merking merkt „söguleg“ í Íslenskri orðabók. Frá þessari merkingu er vísast leidd sú notkun að nefna undirdeildir í skólum, einkum háskólum, skorir. Þá er um að ræða þann hluta háskóladeildar sem er saman um námsgreinar, ...

Nánar

Hvað fæddust margir Íslendingar árið 1992?

Hagstofa Íslands heldur utan um upplýsingar um mannfjölda á Íslandi, þar á meðal hversu margir fæðast og deyja á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fæddust alls 4.625 börn á Íslandi árið 1992, 2.387 drengir og 2.238 stúlkur. Af öllum þessum börnum voru 142 tvíburar og 12 þríburar. Áhugasömum er ...

Nánar

Vefmæling og notkun á vefkökum

Vísindavefur Háskóla Íslands notar Piwik til vefmælinga. Við hverja komu inn á Vísindavefinn eru atriði eins og tími, dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis, skráð. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, til dæmis um það efni sem notendur sækjast mest ...

Nánar

Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?

Fyrsta tölvan sem kom til Íslands var af gerðinni IBM 1620. Þetta var í september 1963. Ottó A. Michelsen, forstjóri fyrirtækisins Skrifstofuvélar, fékk því framgengt að tölva þessi, sem IBM var að senda til Finnlands, fékk að hafa viðkomu í Reykjavík um tíma. Var hún sett upp í húsakynnum Skrifstofuvéla á Klappar...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Hrönn Pálmadóttir stundað?

Hrönn Pálmadóttir er dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru samskipti og leikur barna og hlutverk leikskólakennara. Nú vinnur hún að rannsókn þar sem könnuð eru viðhorf leikskólakennara og foreldra með ólíkan bakgrunn ...

Nánar

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...

Nánar

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...

Nánar

Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?

Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar. Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norð...

Nánar

Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...

Nánar

Hvernig er orðið algrím til komið?

Orðið algrím er nýyrði fyrir alþjóðaorðið sem heitir á ensku ‘algorithm’. Það hefur áður verið íslenskað sem algórithmi, algóriþmi eða algóritmi. Það er dregið af eldri orðmynd, algorism, sem aftur er dregið af persneska mannsnafninu al-Khowârizmî. (Innskot ritstjóra: Al-Khowârizmî þessi var uppi á fyrri hluta níu...

Nánar

Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?

Um heimildir til þess að gifta hjónaefni er fjallað í IV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þar segir í 16. gr. að stofna megi til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags skv. 17. gr. sömu laga, eða borgaralegum vígslumanni. Íslenskir vígslumenn geta starfað erlendis og erlendir vígslumenn hér á land...

Nánar

Er guðlast bannað með lögum?

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...

Nánar

Gætu snæhérar lifað á Íslandi?

Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...

Nánar

Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?

Undanfarin ár hefur perúansjósan (Engraulis ringens) sem veiðist í Suður-Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameríku verið mest veidda fisktegund í heimi. Frá síðustu aldamótum hefur heildarafli tegundarinnar verið á bilinu 6 til 11 milljónir tonna. Sú tegund sem næst kemur henni er alaskaufsinn (Theragra chalcogramma)...

Nánar

Fleiri niðurstöður