Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2463 svör fundust

Hver var Konrad Maurer og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Fáir eða engir erlendir fræðimenn og „Íslandsvinir“ hafa notið jafnmikillar virðingar meðal Íslendinga og þýski réttarsögufræðingurinn Konrad Maurer. Hans er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar í fornnorrænum og íslenskum fræðum. Um miðja 20. öld skrifaði Sigurður Nordal að Maurer hafi verið sá fræðimaður „sem al...

Nánar

Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?

Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...

Nánar

Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...

Nánar

Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?

Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...

Nánar

Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?

Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér. Reykjanesvirkjun.Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur la...

Nánar

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...

Nánar

Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?

Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...

Nánar

Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...

Nánar

Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?

Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...

Nánar

Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil? Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki fl...

Nánar

Hvað er algengasta stelpunafn á Íslandi?

Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, svo sem um algengustu nöfnin. Nýjustu tölur eru frá 1. janúar árið 2010 en eftirfarandi nöfn kvenna eru algengust: Guðrún Anna Sigríður Kristín Margrét/Margrjet/Margret En algengustu tvínefni kvenna eru eftirfarandi: Anna María Anna Margrét Anna Kristín ...

Nánar

Hvað éta járnsmiðir?

Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...

Nánar

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?

Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...

Nánar

Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?

Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?

Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla. Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða ...

Nánar

Fleiri niðurstöður