Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13475 svör fundust

Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?

Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýms...

Nánar

Hvað er Messier-skráin?

Messier-skráin samanstendur af 110 svonefndum djúpfyrirbærum sem franski stjörnufræðingurinn Charles Messier (1730-1817) skrásetti á árunum 1758 til 1782. Messier var fyrst og fremst að leita að halastjörnum og ákvað að skrásetja öll þau fyrirbæri sem voru þokukennd og oft erfitt að greina frá halastjörnum í sjóna...

Nánar

Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?

Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...

Nánar

Hver var Janusz Korczak?

Janusz Korczak var pólskur barnalæknir af gyðingaættum, fæddur árið 1878. Upprunalega nafn hans var Henryk Goldszmit. Hann er meðal annars þekktur fyrir tvær bækur sem hann skrifaði. Fyrst er að nefna Hvernig elskar maður barn (pólska: Jak kochać dziecko - sænska: Hur man älskar ett barn) og síðan Rétt barna ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?

Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...

Nánar

Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?

Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar. Skúli...

Nánar

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...

Nánar

Voru skordýr til á undan risaeðlum?

Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...

Nánar

Hvað er áttungur í rúmfræði?

Áttungur (e. octant) í rúmfræði fæst þegar þrívíðu evklíðsku rúmi er skipt eins og sést nánar á myndinni hér á eftir. Við byrjum á að koma hnitaásunum, sem eru merktir með x, y og z, fyrir í rúminu hornréttum hverjum á annan eins og myndin sýnir. Þeir skilgreina þrjár sléttur, xy, yz og xz, og þær skipta rúminu ei...

Nánar

Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?

Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jö...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?

Haraldur Bernharðsson er dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum. Meginviðfangsefnið er þær breytingar ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?

Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...

Nánar

Fleiri niðurstöður