Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13475 svör fundust

Lifa villtir fílar í Kína?

Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðge...

Nánar

Er Selfoss til?

Hér er væntanlega ekki verið að spyrja um þéttbýliskjarnann Selfoss því varla efast nokkur um tilvist hans, heldur frekar hvort á landinu sé eitthvert vatnsfall sem ber þetta heiti. Svarið við þeirri spurningu, og öðrum sem snúa að því hvort tiltekin örnefni eru til og hvar þau er þá að finna, má nálgast með þv...

Nánar

Hvernig myndast hraunstöplar og finnast þeir á Íslandi?

Hraunstöplar (e. lava spine) myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp upp úr gosrás en storknar í gosopinu og verður eins konar tappi efst í gosrásinni. Slíkir tappar kýtast upp vegna aðstreymis að neðan og standa upp úr hrauninu eins og drangar. Þessi fyrirbæri nefnast hrau...

Nánar

Út á hvað gengur réttarlíffræði?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona: Út á hvað gengur réttarlíffræði (forensic biology) og hver er munurinn á henni og réttarmannfræði? Forensic biology táknar samkvæmt orðanna hljóðan réttarlíffræði en það hugtak er afar breitt og tekur til fleiri en einnar sérfræðigreinar. Til munu vera háskólar sem bjóða u...

Nánar

Hvaðan kemur orðið vegasalt?

Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess ...

Nánar

Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?

Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...

Nánar

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

Nánar

Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?

Stutta svarið er að hér á landi verpa tvær tegundir þrasta að staðaldri og þriðja tegundin óreglulega. Skógarþröstur (Turdus iliacus) hefur verpt hér á landi frá alda öðli. Hann er mjög algengur og útbreiddur á láglendi um allt land. Hann verpir helst í alls konar skóglendi, mest í birkiskógum, ræktuðum skógum...

Nánar

Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...

Nánar

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?

Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...

Nánar

Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?

Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...

Nánar

Hvaða þættir stuðla að næturfrosti?

Það eru nokkur atriði sem stuðla að lágum hita að nóttu. Næturhiti verður lægstur þegar heiðskírt er, þá er nettóútgeislun varma frá yfirborði jarðar út í geiminn mest. Þegar skýjað er endurvarpa skýin varmageislum aftur til yfirborðs og draga úr kólnun.Næturkólnun er að jafnaði meiri í þurru lofti en röku. Sé ...

Nánar

Fleiri niðurstöður