Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13478 svör fundust

Hvenær byrjaði Árni Magnússon að safna handritum?

Árni Magnússon var rétt að verða tvítugur þegar hann fór til náms við háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1683. Hann lærði guðfræði næstu tvö árin, líkt og langflestir íslenskir nemendur, en var svo lánsamur vorið 1684 að hreppa starf sem aðstoðarmaður hins konunglega fornfræðings Tómasar Bartholíns, sem vantaði Ísl...

Nánar

Hver var Max Planck og hvert var framlag hans til vísindanna?

Þýski eðlisfræðingurinn Max Karl Ernst Ludwig Planck (f. 1858 í Kiel, d. 1947 í Göttingen) er af flestum talinn faðir skammtafræðinnar. Árið 1900 setti hann fram tilgátu til að skýra hvernig dreifing rafsegulgeislunar frá heitum hlut á mismunandi bylgjulengdir er háð hitastigi hlutarins. Tilgátan fól í sér að orku...

Nánar

Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráða heilahimnubólga?

Heilahimnubólga er bólga í himnunum sem umlykja heila og mænu. Oftast stafar bólgan af sýkingu en getur þó einnig verið af öðrum völdum, svo sem lyfjum og sjálfsofnæmissjúkómum. Meingerð sjúkdómsins er á þann veg að sýkingarvaldar, sem oft búa í nefkoki og öndunarvegi, komast inn í miðtaugakerfið (MTK). Það getur ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

Nánar

Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja? Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og ...

Nánar

Hvað var skjálftinn 17. júní 2000 stór og hvað voru þeir margir?

Á vefsíðu Veðurstofunnar er eftirfarandi frétt:Jarðskjálfti Í Holtum (18. júní 2000) Í gær kl. 15:41 varð jarðskjálfti í Holtum, 9 km suður af Árnesi. Hann var 6,5 að stærð. Annar skjálfti varð kl. 15:42, 5,3 að stærð, 8,5 km austur af Þjórsárbrú.Þarna er líka kort af upptökum skjálftanna og fyrstu niðurstöður ...

Nánar

Hvað er lambalágur?

Orðið lambalágur finnst ekki í söfnum Orðabókar Háskólans. Hugsanlega er um ásláttarvillu að ræða fyrir -láfur en það orð er notað um 'meis' eða 'laup'. Átt var við rimlakassa sem hey var borið í við fóðurgjöf. Lambaláfur er þá meis sérstaklega ætlaður undir hey handa lömbum. Orðið láfur er reyndar einnig notað um...

Nánar

Hvort á maður að segja: „Ég fékk þetta í láni“ / „ég fékk þetta að láni“ / „ég fékk þetta lánað“?

Vaninn er að nota orðasambandið að fá eitthvað að láni, t.d. „Ég fékk bókina að láni í bókasafninu“ en ekki í láni. Aftur á móti er sagt: „Bókin er í láni“ eða „Ég er með bókina í láni frá bókasafninu.“ Í seðlasafni Orðabókar Háskólans (www.lexis.hi.is) eru fá dæmi um að fá eitthvað lánað en það er algengt í máli ...

Nánar

Hvort á maður að segja Mexíkani eða Mexíkói?

Í ritinu Ríkjaheiti og þjóðernisorð (Statsnavne og nationalitetsord) sem Norræn málstöð gaf út 1994 eru nefnd heitin Mexíkói og Mexíkómaður (bls. 25). Það kemur heim og saman við það að heldur er amast við endingunni -ani í þjóðaheitum. Sjá umfjöllun á Vísindavefnum um orðin Kúbani og Kúbverji....

Nánar

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sleppa með skrekkinn“?

Orðasambandið að sleppa með skrekkinn merkir 'að komast naumlega frá einhverju óþægilegu og er notað þegar minna verður úr áfalli eða slysi en á horfðist um stund'. Orðasambandið er erlent að uppruna, sennilega komið hingað úr dönsku, slippe med skrækken. Skræk í dönsku merkir 'ótti, hræðsla' og var tekið upp í...

Nánar

Hvað búa margir á Siglufirði?

Þann 1. desember 2003 voru íbúar Siglufjarðar 1.438 talsins samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þar af voru 723 karlar og 715 konur. Siglufjörður. Í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi? er útskýrt hvernig hægt er að finna upplýsingar u...

Nánar

Hvað merkja orðin 'Heims um ból'?

Heims um ból helg eru jólSvona hefst hinn þekkti jólasálmur Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852) sem sunginn er við lag Franz Gruber (1787-1863). Orðaröðin er ungum lesendum líklega framandi og jafnvel merking einstakra orða. Hér merkir 'ból' byggð eða annað aðsetur manna, samanber orðalagið 'hvergi á byggðu ból...

Nánar

Fleiri niðurstöður