Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13478 svör fundust

Hvað er frævun?

Í stuttu máli má segja að frævun sé flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis. Frjókorn eru afar smá eða á stærð við rykkorn. Hlutverk þeirra er það sama og hjá sáðfrumum dýra. Frjókornin þroskast inni í frjóhirslum í frjóhnöppum frævlanna, en segja má á frævlar séu karllegi hluti blómplöntunnar. Þeg...

Nánar

Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?

Í grísku er til orðið melankholía sem merkir ‘þunglyndi, fálæti, depurð’. Það er sett saman af orðunum mélan, hvk. af mélas, ‘svartur’ og khólos, kholē ‘gall’, það er svart gall. Á miðöldum trúðu menn því að svart gall væri einn af fjórum vessum líkamans. Hinir voru blóð, gult gall og slím. Þessa skoðun má r...

Nánar

Af hverju þurfum við vatn til að lifa?

Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og allar lífverur nýta sér sérstaka eiginleika vatnsins. Vatnið, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ræður að miklu leyti byggingu og líffræðilegurm eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatnið er þess ...

Nánar

Af hverju springur ljósapera?

Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum. Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti ...

Nánar

Af hverju verður eitthvað klisja og hvað merkir orðið?

Orðið klisja er notað um orðalag sem í fyrstu var ef til vill frumlegt og nýstárlegt en verður vegna ofnotkunar útslitið og tákn um flatneskjulegan stíl. Orðið er til í mörgum tungumálum kringum okkur og er dregið af franska orðinu cliché sem er haft um prentmót til að prenta myndir í blýprenti. Hugmyndin er þess ...

Nánar

Hvað merkir bæjarheitið Hurðarbak?

Hurðarbak er nafn á að minnsta kosti sex bæjum á Íslandi: Bær í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. (Hurðarbakur í landamerkjabréfi). Bær í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu. Bær í Strandarhreppi í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Nafn í...

Nánar

Af hverju hafa apar kynfæri?

Eitt af einkennum allra lífvera er að þær geta af sér afkvæmi og kallast það æxlun. Í lífríkinu eru tveir meginflokkar æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlaus æxlun eins og fjallað er um í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Þar kemur...

Nánar

Má klippa veiðihár katta?

Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt. Í myrkri geta þau hjálpað þeim að smjúga um gróður án þess að lenda í vandræðum og rekast á fyrirstöður. Einnig veita þau kettinum mikilvægar upplýsingar um loftþrýsting og vindátt. Með því að fylgjast með veiðihárunum má einnig lesa úr skapgerð kattarin...

Nánar

Hvers konar straff eru menn settir í?

Nafnorðið straff í merkingunni ‛hegning’ og sögnin að straffa ‛refsa’ eru þekkt í málinu frá því á 16. öld. Um er að ræða tökuorð úr dönsku straf og straffe í sömu merkingu sem aftur eru fengin að láni úr miðlágþýsku straf(f) og straffen ‛ávíta, aga, refsa’. Hægt er að straffa mönnum á margvísleg...

Nánar

Hvað eru sumarávextir?

Sumarávextir eru einfaldlega ávextir sem eru áberandi yfir sumarið eða framboð þeirra mikið á þeim árstíma. Þetta eru tegundir eins og ferskjur, nektarínur, apríkósur, mangó, melónur og ber af ótal tegundum. Framboð á ýmsum öðrum tegundum getur verið bundið við fleiri en eina árstíð svo sem eplum og banönum enda e...

Nánar

Af hverju er vatnið blautt?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segj...

Nánar

Er Guð stelpa eða strákur?

Flestir líta líklega svo á að Guð kristninnar sé karlkyns. Talað er um Guð en ekki Gyðju, og fólk biður Faðirvorið, en ekki Móðirvorið, svo dæmi séu tekin. Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í guðfræði, bendir þó á að jafnvel þótt Guð sé yfirleitt karlgerður sé Guð hafinn yfir kynferði og því hvorki karl né kona...

Nánar

Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?

Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og...

Nánar

Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?

Nútímaleg vísindi og fræðimennska á sér rætur í upplýsingunni á 18. öld. Á 19. öldinni var lagður grunnur að félagsvísindum. Félagsvísindin beindu sjónum sínum að upptökum nútímalegs samfélags og uppruna og afleiðingum iðnvæðingar og kapítalisma. Það var viðtekin skoðun að trú hefði haft mikla þýðingu fyrir samfél...

Nánar

Fleiri niðurstöður