Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13478 svör fundust

Ef gift kona skilur við manninn sinn, verður hún þá aftur fröken?

Sá siður að ávarpa ógifta konu fröken er mjög á undanhaldi en hér áður fyrr var ávarpið talsvert algengt. Skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík fyrir og um miðja 20. öld var til dæmis ávallt ávörpuð fröken Ragnheiður af nemendum og flestum samkennurum. Þegar kona gifti sig varð hún frú og hélt þeim titli þótt hún s...

Nánar

Hvað er löss?

Löss er vindborið set sem iðulega hefur myndast við lok ísaldar þegar jöklar hörfuðu og skildu eftir sig mikið af fínkorna bergmylsnu sem sorfist hafði úr berggrunninum. Vindar feyktu setinu langar leiðir og settu það niður í þykkum lögum sem þekja landslagið sem fyrir var. Frægar myndanir eru til dæmis í vestanve...

Nánar

Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?

Í Gylfaginningu segir: Körmt og Örmt og Kerlaugar tvær, þær skal Þór vaða dag hvern er hann dæma fer að aski Yggdrasils, því að Ásbrú brenn öll loga, heilug vötn hlóa. Helst er giskað á að hlóa þýði að eitthvað sjóði eða sé heitt en ‛vötn hlóa’ kemur fyrir ...

Nánar

Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?

Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö. Dæmi: Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla. Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum. Einar og Þóra spila bæði á píanó. Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að n...

Nánar

Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?

Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...

Nánar

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku? - Myndband

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

Nánar

Hversu hár var minnsti maður á Íslandi?

Í fróðlegu svari Árna V. Þórssonar við sömu spurningu kemur fram að ekki er vitað með vissu hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Hins vegar er lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um hollenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi árið 1876 e...

Nánar

Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?

Nei. Það er gömul flökkusaga að koparnagli drepi tré, en hún á sér ekki vísindalega stoð. Kopar er trjám, og reyndar flestum öðrum lífverum, nauðsynlegur sem snefilefni í mjög litlu magni. Í mjög miklu magni og sem hluti af ýmsum efnasamböndum getur kopar hins vegar haft eituráhrif. En koparmálmur leysist ekki hra...

Nánar

Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?

Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...

Nánar

Hvaða meðferð er hægt að beita við hæðarveiki?

Þegar komið er yfir 2500 m hæð yfir sjávarmáli geta einkenni hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig innan nokkurra daga. Orsök hæðarveiki er súrefnisskortur og ófullnægjandi hæðaraðlögun. Háfjallaveiki (acute mountain sickness, AMS) er langalgengasta birtingarmynd hæðarveiki en lífshættulegur hæð...

Nánar

Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?

Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld or...

Nánar

Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?

Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv. Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint ...

Nánar

Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt?

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) eða bláhvalur er stærsta skepna sem lifir á jörðinni. Sú lengsta steypireyður sem veiðst hefur var kýr sem mældist 33,58 m að lengd. Kelfd hvalkýr getur orðið allt að 200 tonn. Það jafngildir þyngd 35 afríkufíla (en afríkufíllinn er stærsta núlifandi landdýr). Hún getu...

Nánar

Fleiri niðurstöður