Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13477 svör fundust

Hvað eru útfjólubláir geislar?

Útfjólublá geislun er rafsegulgeislun með styttri bylgjulengd og hærri orku en sýnilegt ljós. Við sjáum ekki útfjólubláa geisla með berum augum en sumir fuglar, fiskar og skordýr geta greint þessa geislun. Í rófi rafsegulbylgna er útfjólublá geislun milli sýnilegs ljóss og röntgengeislunar. Bylgjulengd útfjólub...

Nánar

Hvaða sveppur er á þessari mynd?

Upphaflega var fyrirspurnin svona: Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika. Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flug...

Nánar

Hvað búa margir í Asíu?

Asía er fjölmennasta heimsálfa jarðar. Talið er að um mitt ár 2012 hafi Asíubúar verið um 4,2 milljarðar. Þetta er um 60% alls mannkyns. Asía. Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nák...

Nánar

Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?

Spyrjandi biður um nákvæmt svar við þessu og margir tengja vísindin auðvitað við nákvæmni. En það er ekki einu sinni auðvelt að telja nákvæmlega fastastjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum þegar stjörnubjart er. Það er meðal annars vegna þess að skilyrðin eru aldrei alveg þau sömu; stundum sjáum við kannski stj...

Nánar

Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?

Með stærðfræðitáknum má skrifa „5 er stærra en 4“ sem „5 > 4“, og eins verður „5 er minna en 6“ að „5 < 6“. Eins og með svo margt annað í stærðfræði tekur nokkurn tíma að venjast þessum rithætti þannig að maður geti notað hann án umhugsunar. Þó eru til einhver heimilisráð til að minna sig á hvernig táknið ...

Nánar

Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?

Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins g...

Nánar

Hvernig virka ormagöng?

Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem ekki hafa fundist í náttúrunni. Hugmyndin um þau kom upp í tengslum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni Með ormagöngum er yfirleitt átt við tengingu á milli tveggja staða í okkar alheimi. Með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, mætti hugsanlega koma ...

Nánar

Hvað er afstrakt?

Hugtakið afstrakt eða abstrakt merkir það sem er óhlutstætt og reynir ekki að líkja eftir veruleikanum. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir 'draga frá.' Afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Saga afstraktlistar er yfirleitt talin hefjas...

Nánar

Hvað er njóli?

Njóli, sem hefur latneska heitið Rumex longifolius, er planta af súruætt. Njólinn getur orðið nokkuð stór eða meira en metri á hæð. Hann vex aðallega við byggð og er oftast talinn illgresi. Sums staðar hefur hann breiðst nokkuð út í óræktað land, og kann þá best við sig í bleytum, flæðum og árfarvegum, en hann fin...

Nánar

Hvað er geimgrýti?

Hugtakið geimgrýti er notað um aragrúa grjót- eða málmhnullunga sem sveima um geiminn. Grýti er samheiti orðsins grjót sem einkum er notað um óhöggna steina. Geimgrýtið kemur meðal annars úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Önnur hugtök eru einnig notuð...

Nánar

Hvort eru menn út eða úti um allt?

Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“...

Nánar

Hvað þýðir heitið Kleifar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Staðarnafnið Kleifar er algengt. Kleifar í Skötufirði, Kleifar í Seyðisfirði. Magnea frá Kleifum (í Kalbaksvík). Svo hef ég heyrt talað um að Kleifarnar og hef skilið það þannig að fara fram á lága kletta til að sjá fram af þeim. Þá er til Hestakleif milli Mjóafjarðar og Ísafjarða...

Nánar

Fleiri niðurstöður