Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2906 svör fundust

Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?

Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn ...

Nánar

Hvað er drómasýki?

Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...

Nánar

Hvernig lýsir glútenóþol sér?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er glúten? Getið þið bent mér á greinargóðar heimildir um glútenóþol (celiac sprue)? Glúten er prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í korntegundum eins og hveiti, byggi og rúg. Víða um heim er algengt að matvæli séu merkt sem glútensnauð og margir veitingastaðir bjóða upp...

Nánar

Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?

Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...

Nánar

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

Nánar

Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?

Hundar (Canis familiaris) eru náskyldir úlfum og tilheyra þeir báðir sömu ættinni, hundaættinni (Canidae), sem inniheldur aðeins um 35 tegundir í um það bil 10 ættkvíslum. Nánasti forfaðir hunda er talinn vera timburúlfurinn (Canis lupus lyacon), en mjög lítill erfðafræðilegur munur er á hundum og úlfum og geta þe...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?

Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...

Nánar

Breytist suðumark vatns ef salti er bætt út í það?

Hér er einnig að finna svör við fjölmörgum öðrum spurningum:Hvers vegna sýður heitt vatn?Ef ég set salt í vatn og sýð, hækka ég þá suðumarkið? Þ.e sýður blandan mín við hitastig sem er hærra en 100 gráður?Er hægt að búa til saltvatn?Af hverju gufar vatnið upp?Hvaðan koma loftbólurnar í sjóðandi vatni? Hversu mörg...

Nánar

Er hægt að vera tvíkynja?

Hér er svarað spurningunum:Er til fólk sem er tvíkynja? Ef svo er, af hverju stafar það og af hvaða kyni verður einstaklingurinn? Hversu algengt er að fólk fæðist tvíkynja? Eru til tvíkynja manneskjur? Hversu algengt er þá að menn fæðist með tvö ólík kynfæri? Rétt er að taka fram í upphafi að hér er nær eingön...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...

Nánar

Hefur trú Íslendinga á yfirnáttúrleg fyrirbæri breyst undanfarin ár?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] virðist ljóst að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri (þar á meðal guð) sé stöðugt að minnka. Í nýjustu könnuninni frá 2023 var...

Nánar

Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska en ekki beinfiska?

Upphaflega spurningin var þessi:Hvers vegna er hægt að kæsa brjóskfiska, svo sem skötu og hákarl, en ekki beinfiska, sem úldna við sömu meðferð?Brjóskfiskar, svo sem háfiskar, innihalda háan styrk þvagefnis (urea) í holdi sínu, sem hefur það meginhlutverk að viðhalda réttum osmótískum þrýstingi í vefjum þeirra. Ve...

Nánar

Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?

Þetta stafar sennilega af því að kalda vatnið á baðinu er meira notað en í eldhúsinu, bæði oftar og meira í einu. Kannski hagar auk þess svo til hjá spyrjanda að vatnið í eldhúsið fer langa leið eftir að það greinist frá vatninu sem fer í baðherbergið. Vatn sem stendur kyrrt í leiðslum lagar sig að hitastiginu...

Nánar

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?

Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast. Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað a...

Nánar

Fleiri niðurstöður