Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2906 svör fundust

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í desember 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör desembermánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við? Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum? Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum? Getum vi...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2016?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2016 þessi hér: Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn Af hverj...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?

Ágúst Kvaran er prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snerta samspil ljóss og efnis. Ágúst hefur lagt áherslu á öflun upplýsinga um eiginleika sameinda með litrófsmælingum og rannsakað áhrif orkuríkrar geislunar á efni. Meðal verkefna eru á...

Nánar

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

Nánar

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?

Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...

Nánar

Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?

Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:sendandi --> boð --> viðtakandiÞað er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur...

Nánar

Hvað er áróður?

Áróður (propaganda) felst í því að viljandi, ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess (Jowett & O’Donnell, 1999; Taylor...

Nánar

Hver er syndafallskenning Rousseaus?

Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...

Nánar

Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?

Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...

Nánar

Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?

Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...

Nánar

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

Nánar

Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?

Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...

Nánar

Fleiri niðurstöður