Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2514 svör fundust

Hvenær verður vöðvi kjöt?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...

Nánar

Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?

Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru. Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur v...

Nánar

Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?

Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af hestum?

Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi. Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea og tilheyra allir sömu tegundinni. Því er venjan að tala frekar um mismunandi hestakyn en hestategundir, rétt eins og talað er um hundakyn og kattakyn frekar en hunda- eða katta...

Nánar

Af hverju eru sebrahestar röndóttir?

Útlit dýra ræðst ekki af tilviljuninni einni saman heldur hefur það líka mótast með þróun. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Sléttusebrar á beit. Eins og hægt er að lesa um í ýtarlegu svari eftir Jón Má Ha...

Nánar

Af hverju kann ég ekki að fljúga?

Löngu áður en flugvélar voru fundnar upp dreymdi menn um að geta flogið um loftin blá eins og fuglarnir. Hins vegar erum við mennirnir, rétt eins og mikill meirihluti allra dýra í dýraríkinu, ekki gerðir til þess að fljúga, að minnsta kosti ekki án hjálpartækja. Menn þarfnast hjálpartækja til að geta flogið. Þo...

Nánar

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?

Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum. Halldór Halldórsson getur sér þess til í ...

Nánar

Af hverju svitna sumir menn um nætur?

Nætursviti getur átt sér fjölmargar orsakir, hann getur verið sauðmeinlaus en hann getur líka stundum verið merki um alvarlegan sjúkdóm. Nætursviti stafar oft af því að of heitt er í herberginu eða viðkomandi notar of heit náttföt eða of heita sæng. Stundum þarf einungis að opna glugga eða fá sér kaldari sæng....

Nánar

Hvað er krækiber í helvíti?

Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari helmingi 19. aldar. Frá svipuðum tíma eru einnig samböndin eins og krækiber í ámu, eins og krækiber í sá (‛kerald'), eins og kræ...

Nánar

Hvernig er hægt að hæla einhverjum upp í hástert?

Að hæla einhverjum upp í hástert merkir að 'hrósa einhverjum afar mikið’. Einnig er talað um að hrósa einhverjum upp í hástert og lofa einhvern upp í hástert í sömu merkingu og er hið síðast nefnda elst í söfnum Orðabókar Háskólans. Dæmi eru um að þrasa við einhvern upp í hástert, rífast við einhvern upp í hástert...

Nánar

Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?

Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi. Algen...

Nánar

Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...

Nánar

Hvað er fyrirbærafræði?

Fyrirbærafræði (e. phenomenology, þ. Phänomenologie) er heimspekistefna sem kom fram á 20. öld og hefur haft ómæld áhrif á iðkun heimspekinnar. Kjarni fyrirbærafræðinnar er rannsókn á gerð mannlegrar vitundar eins og hún birtist frá sjónarhorni fyrstu persónu. Grundvallarformgerð vitundarinnar er í því fólgin að h...

Nánar

Hverjar verða mikilvægustu vísindagreinar framtíðinnar?

Vitrir menn hafa bent á að það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina! Engu að síður er bæði sjálfsagt og áhugavert að fjalla hér um þessa spurningu þó ekki væri nema til að vekja lesendur til umhugsunar. Þá er affarasælast að byrja á því að reyna að átta sig á þróun vísinda að undanförnu. Á öldinni sem nú...

Nánar

Fleiri niðurstöður