Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 134 svör fundust

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...

Nánar

Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?

Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...

Nánar

Hvernig lítur Guð út?

Útlitið sem menn hugsa sér á guðum sínum er með ýmsu móti. Okkur er tamt að hugsa okkur Óðin, Þór og Freyju í mannsmynd og hið sama gildir til dæmis um grísk-rómversku guðina Seif (Júpíter), Afródíte (Venus) og félaga þeirra. Af þeim síðarnefndu eru til frægar höggmyndir sem sýna þetta glöggt. Þessar myndir eru ef...

Nánar

Hvað er kontrapunktur?

Orðið kontrapunktur er dregið úr latínu „punctus contra punctum“ eða nóta á móti nótu. Skylt hugtak er pólýfónía eða fjölröddun. Í stórum dráttum má segja að tónlist sem samin er eftir aðferðum kontrapunkts byggi á láréttri hugsun fremur en lóðréttri, það er að sjálfstæðum laglínum er teflt saman í stað þess að la...

Nánar

Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985? Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugu...

Nánar

Gerir sápa vatnið „blautara“?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Okkur í Bítinu á Bylgjunni langar að vita hvernig sápa virkar í raun á vatn? Gerir hún vatnið „blautara“? Kv. Heimir Karls. Til þess að svara spurningunni þurfum við fyrst að átta okkur á vatnssameindum og hegðun þeirra. Svonefnd vetnistengi verka milli vatnssamei...

Nánar

Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?

Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...

Nánar

Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?

Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...

Nánar

Hvað er TNT og hvernig virkar það?

TNT er skammstöfun á efninu 2,4,6-trínítrótolúen en efnabyggingu þess má sjá hér fyrir neðan. TNT er fölgult og lyktarlaust fast efni með bræðslumark 80°C og suðumark 240°C. TNT er best þekkt sem sprengiefni. Það finnst ekki í náttúrunni en var fyrst búið til árið 1863 af þýska efnafræðingnum Julius Wilbrand (1839...

Nánar

Hvaða hlutverki gegna kvarkar í eiginleikum efnis?

Ef átt er við efni eins og við sjáum það yfirleitt þá er svarið að bein áhrif kvarka sjást ekki í hreyfingu efnis eða uppbyggingu stærri efniseinda, en fjöldi og tegund kvarka í tiltekinni öreind ræður því hins vegar hver öreindin er. Um það má lesa nánar í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hv...

Nánar

Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa veturnir undanfarin ár verið svona lélegir? Af hverju hefur verið svona lítið um snjó?Þar er aðallega hlýindum um að kenna. Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fel...

Nánar

Fleiri niðurstöður