Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 106 svör fundust

Hvað er sigðkornablóðleysi?

Sigðkornablóðleysi (e. sickle cell anaemia) er erfðasjúkdómur sem stafar af hálfbanvænu geni. Hálfbanvæn gen draga mjög úr lífslíkum þeirra sem bera þau, að minnsta kosti þeirra sem eru arfhreinir um þau. Flestir einstaklingar eru arfhreinir um eðlilegt gen (HbA) sem geymir uppskrift að byggingu A-blóðrauða eða A-...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?

Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...

Nánar

Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?

Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi. Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverf...

Nánar

Hvernig smitast riðuveiki?

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið b...

Nánar

Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?

Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...

Nánar

Hvað er glópagull og hvernig verður það til?

Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...

Nánar

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...

Nánar

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

Nánar

Getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Öll vitum við að líkamsrækt styrkir vöðva og örvar blóðflæði um líkamann, flutning súrefnis frá lungum til vöðva og koltvísýrings frá vöðvum að lungum. En getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum? Kjarni þess sem ég er hugsa, er að ég vildi gjarnan fá einfalt svar við því hv...

Nánar

Er húðin líffæri?

Skilgreining á líffæri er:hlutur sem er samsettur úr tveim eða fleiri mismunandi tegundum vefja, hefur ákveðið hlutverk og þekkist á útliti eða lögun sinni.Húðin er gerð úr mismunandi vefjum og hefur ákveðið hlutverk og þekkist vel á útliti sínu. Hún er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar y...

Nánar

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...

Nánar

Hvað veldur baugum undir augum og hvernig losnar maður við þá?

Þegar talað er um bauga undir augum er oftast átt við dökka hringi undir augunum, en stundum líkjast þessir baugar þó meira pokum. Ýmsar orsakir geta verið fyrir baugum undir augunum. Ein ástæðan eru þunn augnlok en slíkt getur haft í för með sér að æðar verða meira áberandi, sem gerir neðri augnlokin dekkri. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður