Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 189 svör fundust

Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi?

Enginn nema almættið veit hvenær gosinu í Geldingadölum lýkur. Ástæðan er meðal annars sú, að gosið er næsta einstætt — Reykjanesskagi er sérstæður hluti af rekbeltum landsins og um 780 ár eru frá því síðast gaus á Skaganum. Það gos batt enda á 500 ára hrinu nokkurra sprungugosa líkum gosinu í Geldingadölum, en ek...

Nánar

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?

Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...

Nánar

Hvernig var dýralífið á ísöldunum?

Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...

Nánar

Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?

Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Skeiðarárjökul?

Skeiðarárjökull (1.370 km2) er stærsti skriðjökull sunnan úr Vatnajökli og fellur úr 1.650 m hæð niður í 100 m. Hann takmarkast að vestan af Grænafjalli, eldfjöllunum Þórðarhyrnu, Háubungu og Grímsfjalli upp að Grímsvötnum og nær yfir á Kverkfjallahrygg og suðaustur í Esjufjallahrygg og loks suðvestur í Miðfell og...

Nánar

Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim?

Jökulhlaup eru flóð sem falla frá jöklum og stafa af því að lón við eða undir jöklinum tæmast. Þau geta líka átt sér stað af völdum eldgosa undir jökli. Lónin geta verið svokölluð jaðarlón sem jökull stíflar upp, til dæmis í hliðardal og eru Grænalón við Skeiðarárjökul og Vatnsdalslón við Heinabergsjökul dæmi um s...

Nánar

Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?

Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?

Eldgosið sem myndaði Holuhraun 2014-2015 varð í eldstöðvarkerfi sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn. Það er eitt stærsta eldstöðvakerfi landsins, um 190 km langt og 25 km þar sem það er breiðast. Kerfið er að hluta undir norðvestanverðum Vatnajökli og tvær stórar megineldstöðvar tilheyra því. Þær kallast Bár...

Nánar

Hvers vegna dó risahákarlinn megalodon út?

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon, Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon. Þessir hákarlar voru náskyldir hinum alræmda hvíthákarli eða hvítháfi (Carcharodon carcharias) sem er eina núlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslar...

Nánar

Breytast hafstraumar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Breytast hafstraumar? Eru líkur á að hafstraumar í kringum Ísland breytist þannig að landið verði óbyggilegt? Svo háttar til um legu Íslands að það er á mörkum mildra og kaldra strauma í sjó og lofti. Sá angi eða afsprengi Golfstraumsins sem berst að sunnan- og vestanverðu landi...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?

Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...

Nánar

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?

Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...

Nánar

Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim? Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum mill...

Nánar

Fleiri niðurstöður