Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7655 svör fundust

Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?

Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...

Nánar

Er skynsamlegt að nota maíspoka í staðinn fyrir plastpoka undir rusl?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú er mikið átak í gangi að útrýma plasti (að minnsta kosti pokunum) það er svo sannarlega hið besta mál. Oftast er bent á maíspoka í stað plastsins. Ég er því að velta fyrir mér hvaðan allur maísinn er fenginn. Er ef til vill verið að ryðja skóga og rækta maís til að við ...

Nánar

Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?

Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...

Nánar

Eru eineggja tvíburar alltaf alveg eins?

Tvíburar eru af tveimur megingerðum, eineggja eða tvíeggja. Tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og bæði leiða af sér fósturvísa. Eineggja tvíburar koma úr einu frjóvguðu eggi sem myndar tvo fósturvísa. Þannig eru eineggja tvíburar alltaf af sama kyni meðan tvíeggja tvíburar geta ve...

Nánar

Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: ...

Nánar

Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?

Upprunalega spurningin var: Hvaðan koma sagógrjón og hvernig urðu þau hluti af íslenskri matarmenningu? Sagógrjón eru litlar hvítleitar kúlur sem unnar eru úr ýmsum pálmategundum, sér í lagi úr sagópálmunum Metroxylon sagu og M. rumphii. Sagópálmar eiga rætur að rekja til Indónesíu og vaxa aðallega á fenjas...

Nánar

Hverjir voru denisóvamenn?

Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Suðaustur-Asíu.[1] Í þessu svari verður fj...

Nánar

Af hverju breytast egg við suðu?

Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...

Nánar

Af hverju límist lím?

Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó. Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur lí...

Nánar

Hvers vegna er vetni svona eldfimt?

Vetnisgas er lofttegund sem gerð er úr léttasta frumefninu, vetni[1], sem hefur einkennisbókstafinn H samkvæmt táknmáli efnafræðinnar. Vetnisgasið samanstendur af sameindum og í hverri þeirra eru tvær vetnisfrumeindir. Sameindirnar eru táknaðar sem H2. Sameindir vetnisgassins geta gengið í efnasamband við súrefni ...

Nánar

Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?

Uppröðun atóma í demanti Uppröðun atóma í grafíti Flestir vita að frumefnið kolefni finnst í náttúrunni bæði sem grafít og demantur. Þriðja formið, knattkol, er svo hægt að mynda. Við fyrstu sýn kann að virðast fráleitt að grafít, svart og mjúkt efni sem gjarnan er notað til að minnka núning og slit milli sner...

Nánar

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...

Nánar

Hvar eru flugurnar á veturna?

Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...

Nánar

Hvert er bræðslumark gulls?

Bræðslumark gulls er við 1064,18 °C en við það hitastig er efnið ekki lengur á föstu formi og fer að bráðna. Suðumarkið er hins vegar við 2856 °C en þá er ómögulegt að hita efnið meira sem vökva og það breytist í gas. Sambærilegar upplýsingar um önnur frumefni er að finna á síðunni WebElements. Gull hefur sætis...

Nánar

Fleiri niðurstöður