Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7654 svör fundust

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

Nánar

Í hverju felst hollusta hákarlalýsis?

Hollusta hákarlalýsis felst í mjög óvenjulegri samsetningu þess, ef miðað er við flest annað fiskilýsi. Hákarlalýsi inniheldur minna af omega-3 fitusýrum en til dæmis þorskalýsi. Það hefur því ekki þá eiginleika sem rekja má til þeirra. En hákarlalýsið inniheldur tvenns konar önnur efnasambönd, sem gefa því sé...

Nánar

Af hverju eru sumir nördar en ekki aðrir?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvernig má skilgreina nörd? kemur eftirfarandi fram:Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhvern veg utangátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem einkennilegan klæðaburð.Hugtakið nörd er þess...

Nánar

Af hverju er Ísland eyja?

Skipta má þurrlendi jarðar í meginlönd annars vegar og eyjar hins vegar. Í svari við spurningunni Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? er að finna eftirfarandi klausu: Í Íslenskri orðabók er sagt um eyju að hún sé land umflotið á alla vegu. Meginland er hins vegar stórt landsvæði þar sem jarðskorpan ...

Nánar

Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?

Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...

Nánar

Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?

Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirlei...

Nánar

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...

Nánar

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...

Nánar

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?

Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast. Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað a...

Nánar

Hvenær var slátur fyrst búið til á Íslandi?

Þegar talað er um að taka slátur er venjulega átt við allan innmat, svið og blóð. Hins vegar merkir orðið oft bara lifrarpylsa og blóðmör nú, til dæmis þegar talað er um að sjóða slátur eða borða slátur. Í elstu tíð merkti orðið einfaldlega allt kjötmeti af sláturdýrum. Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé a...

Nánar

Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?

Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...

Nánar

Fleiri niðurstöður