Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7654 svör fundust

Hvað eru meginreglur laga?

Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...

Nánar

Hvers konar bókmenntaverk er Búnaðarbálkur eftir Eggert Ólafsson?

Hjarðljóð (e. pastoral poetry) hafa frá fornu fari birt eins konar óskamynd af lífinu í formi náttúrulýsinga en boðið um leið upp á gagnrýni á það sem þykir ámælisvert í heiminum. Þar mátti einnig koma að ábendingum um búskaparhætti og hagnýt efni. Rómverska skáldið Virgill (70-19 f.Kr.) orti Georgica eða Búnaðarb...

Nánar

Í hvað er kopar notaður?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hverjir eru efnafræðilegir eiginleikar og sérkenni kopars? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar gengur einnig undir heiti...

Nánar

Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?

Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...

Nánar

Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?

Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...

Nánar

Hvað er lóðarstokkur?

Upphaflega fékk Vísindavefurinn þessa spurningu um lóðarstokk senda með skemmtilegu bréfi sem hljóðar svona:Faðir minn er nýorðinn vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar er herbergi sem er kallað spjallherbergið. Í þessu herbergi er samsafn af allskonar gömlum hlutum og verkfærum. Eitt af þes...

Nánar

Hver er Joseph E. Stiglitz og hvert er framlag hans til hagfræðinnar?

Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz (f. 1943) er einn virtasti hagfræðingur samtímans. Hann er þekktur fyrir framlag sitt til hagfræðinnar, einkum á sviði upplýsingahagfræði, opinberrar stefnumótunar og þróunarhagfræði. Stiglitz hlaut doktorsgráðu í hagfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?

Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918

Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...

Nánar

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

Nánar

Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?

Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...

Nánar

Fleiri niðurstöður