Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7654 svör fundust

Hvert er hlutverk þindarinnar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er hlutverk þindarinnar og hverjar geta verið afleiðingar skemmdar/sprungu í þindinni?Þindin er þunnur vöðvi neðan á brjóstkassanum og skilur brjóstholið, með hjarta og lungum, frá kviðarholi með meltingarfærum. Hún er helsti öndunarvöðvi líkamans og sem slík stuðlar hún að ...

Nánar

Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?

Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...

Nánar

Hvað er prósaljóð?

Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem ...

Nánar

Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til?

Gjáin nefnist sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í snotrum fossi niður í það. Heitir hann Gjárfoss. Þjórsá hefur sennilega myndað Gjána í öndverðu. Til skamms tíma hljóp hún þar oft fram í vatnavöxtum, en til að varna því var gerður stíflugarður yfir skarðið frá Sandaf...

Nánar

Hver er efnasamsetning kviku/hrauns?

Storkuberg er flokkað annars vegar eftir efnasamsetningu og hins vegar kornastærð, það er hraða kristöllunar. Þannig er efnasamsetning basaltglers (til dæmis í móbergi), basalts (blágrýtis), grágrýtis og gabbrós hin sama, en kornastærðin ólík eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er mun...

Nánar

Hvað eru hlutabréfavísitölur?

Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...

Nánar

Hvers vegna féll þjóðveldið?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið. Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn...

Nánar

Hver er uppruni fermingarinnar?

Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?

Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um otur?

Otrar tilheyra ætt marðardýra (Mustelidea) en það er ein stærsta ætt rándýraættbálksins. Dæmi um önnur marðardýr eru hreysikettir, minkar, greifingjar og skúnkar. Otrar eru í reynd 13 tegundir sem skipt er í fjórar ættkvíslir. Sú tegund sem Evrópumenn kannast helst við er evrópski oturinn eða hinn eiginlegi otur (...

Nánar

Hvað eru hindurvitni?

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?

Georgía er í vesturhluta Kákasus, liggur að Svartahafi og á landamæri að Rússlandi, Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklandi. Eins og Armenía og Aserbaídsjan var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991. Georgía er um 69.700 km2 að flatarmáli og er áætlað...

Nánar

Fleiri niðurstöður