Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7655 svör fundust

Hvernig verkar klukkan?

Menn hafa frá örófi alda notað ýmis ráð til að mæla tíma, til dæmis yfir daginn. Þannig getum við rekið lóðrétt prik í jörðina og fylgst með því hvernig skugginn af því breytist yfir daginn. Slíkt áhald nefnist sólsproti (gnomon). Skylt því og heldur þægilegra í notkun er svokallað sólúr (sundial) en teinninn í þv...

Nánar

Hvernig myndast súr kvika?

Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...

Nánar

Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár?

Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur: Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og...

Nánar

Hvað er baunakaffi?

Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...

Nánar

Af hverju heita rúsínur þessu nafni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju heita rúsínur þessu nafni en aðrir þurrkaðir ávextir eru bara kallaðir t.d. þurrkaðir banananar, þurrkuð jarðarber o.s.frv.? Orðið rúsína er tökuorð í íslensku yfir þurrkuð vínber. Elsta myndin er rúsín og kemur fyrir í Guðbrandsbiblíu 1584 (1Sam 25:18). Þá my...

Nánar

Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?

Púðursykur er mjúkur vegna þess að hann inniheldur örlítið vatn eða um 1,5% af heildarmassanum, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Ef umbúðirnar utan um púðursykurinn eru ekki nægilega loftþéttar gufar vatnið í honum upp og sykurinn har...

Nánar

Hvað er rafeldsneyti?

Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...

Nánar

Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?

Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum. Lofthjúpurinn er þunnt gaslag utan um jörðina. Hann er að mestu úr súrefni og nitri en í honum eru einnig aðrar gastegundir. Óson finnst í raun alls staðar í andrúmsloftinu en í mismiklu magni eftir hæð. ...

Nánar

Hvað er hraun og hvað er kvika?

Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...

Nánar

Felast verðmæti í hvalaskít og gætu Íslendingar selt skítinn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn, ég biðst fyrirfram afsökunar af undarlegu spurningunni sem fylgir en ég las áhugaverða grein í hollensku blaði um tvo stráka sem fundu hvalaskít og seldu hann í ilmvatnsiðnað. Það var talað um skít frá búrhvölum sem var notaður sem efni í ilmvatn. Ég er að s...

Nánar

Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta vísindin sagt mér hversu mikill neanderdalsmaður ég er og hvaða merkingu það hefur að hafa erfðaefni frá neanderdalsmönnum í sér? Homo sapiens er komin af stórri fjölskyldu manntegunda sem skildust frá sameiginlegum forföður okkar og simpansa fyrir fjórum til fimm milljón...

Nánar

Er réttara að segja „spúla“ eða „smúla“ um að skola plan, dekk á báti eða stétt með kraftmikilli vatnsslöngu?

Orðið spúla „skola með vatni" er tökuorð úr dönsku en þangað er það sótt úr miðlágþýsku spûlen, spôlen. Orðið er til í nútíma þýsku sem spülen í sömu merkingu. Spúla er ekki gamalt í málinu en þekkist frá því snemma á 20. öld. Smúla „skola, hreinsa (þilfar á skipi, gólf, borð í fiskvinnsluhúsum)" virðist ekki ...

Nánar

Hvað merkir orðið bóhem?

Orðið bóhem er tökuorð, komið í íslensku úr dönsku boheme og merkir ‘léttúðarmaður, lausingi, maður sem telur sig ekki bundinn af hefðbundnum reglum’. Í dönsku er það tekið að láni úr frönsku bohème í merkingunni ‘sígauni’. Upphaflega var átt við mann frá Bæheimi en þaðan kom fjöldi sígauna til Vestur-Evrópu....

Nánar

Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag?

Meðalþvaglát eru um það bil einn og hálfur lítri á dag. Endanlegt þvag myndast við þrjú ferli sem fara fram í svokölluðum nýrungum (e. nephrons) sem eru starfseiningar nýrnanna. Í hvoru nýra eru um það bil ein milljón nýrunga. Í grófum dráttum eru helstu hlutar nýrunga: nýrnahnoðri (e. renal corpuscle) sem sama...

Nánar

Fleiri niðurstöður