Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5401 svör fundust

Af hverju fremja Íslendingar afbrot?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á fráviki og afbroti? Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk á Íslandi leiðist út í afbrot?Frávik er athæfi sem brýtur í bága við viðmið og gildi sem ríkjandi eru í samfélaginu. Afbrot er refisverð háttsemi sem varðar við hegningarlög og teljast þau því ver...

Nánar

Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?

Það er vissum erfiðleikum háð að flokka þjónustuútflutning eftir löndum en tölur um skiptingu vöruútflutnings liggja fyrir. Þeim er safnað af Hagstofunni. Árið 2002 fluttu Íslendingar út mest af vörum til Þýskalands eða fyrir um 38 milljarða króna. Litlu minna fór til Bretlands eða fyrir 36 milljarða króna. Þá fór...

Nánar

Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?

Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...

Nánar

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

Nánar

Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?

Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni. Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna. Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst ú...

Nánar

Hvers vegna tölum við?

Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...

Nánar

Voru Daltonbræðurnir til?

Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður ...

Nánar

Hvað er forsetabréf?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar? Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast ha...

Nánar

Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?

Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta. Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elt...

Nánar

Hvar veiðist pétursfiskur?

Pétursfiskur (Zeus Faber) hefur mjög mikla útbreiðslu. Hann er djúp- og miðsjávarfiskur og getur náð allt að 65 cm lengd. Hann er þunnvaxinn, hefur stóran haus og endastæðan kjaft. Út frá bakuggunum skaga langir broddar og áberandi dökkur blettur er á hvorri hlið. Pétursfiskurinn er með langa brodda út frá bakug...

Nánar

Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?

Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...

Nánar

Af hverju vaxa neglur og hár?

Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram. Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars: Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í...

Nánar

Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur...

Nánar

Fleiri niðurstöður