Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5399 svör fundust

Geta einhver dýr, fyrir utan manninn, drepið steypireyði?

Fyrir utan manninn eru háhyrningar einu náttúrulegu afræningjar reyðarhvala. Nokkur tilvik eru skráð þar sem háhyrningar hafa drepið unga steypireyði. Meðal annars urðu ljósmyndarar tímaritsins National Geographic vitni að því þegar hópur háhyrninga réðst á steypireyðarkálf sem var í fylgd með móður sinni og særðu...

Nánar

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

Nánar

Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?

Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum. Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrú...

Nánar

Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?

Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...

Nánar

Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...

Nánar

Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?

Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...

Nánar

Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?

Samkvæmt 26. grein reglugerðar nr. 652/2004 er stuðningsfjölskylda aðili sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili. Þetta er meðal annars gert í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum ...

Nánar

Hvað eru nanóþræðir eða nanóvírar?

Nanóþræðir eða nanóvírar eru grannir vírar, allt frá örfínum atómkeðjum upp í víra með þvermál mælt í hundruðum nanómetra. Þannig er nafn nanóþráða einmitt dregið af þvermáli þeirra. Nanóvírarnir geta orðið mjög langir, oft 1000 sinnum lengri en þvermálið. Nanóvírar koma fyrir sem málmar, hálfleiðarar og einangrar...

Nánar

Úr hverju er nammi?

Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbau...

Nánar

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...

Nánar

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?

Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningsl...

Nánar

Hver er hæsta talan sem er til?

Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...

Nánar

Fleiri niðurstöður