Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 620 svör fundust

Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?

Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...

Nánar

Af hverju springur ljósapera?

Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum. Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti ...

Nánar

Hvaða merkingu hafði titillinn jungkæri á miðöldum?

Orðið jungkæri, en einnig junkari, junkera, junkeri, junkæri, junker, junkur merkir 'ungherra, yngissveinn' en einnig 'prússneskur aðalsmaður'. Myndirnar eru misgamlar. Málverk eftir þýska málarann Joseph Klotz (1785-1830) af jungkæra, Porträt eines jungen Herren. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið...

Nánar

Hvaðan kemur orðið sígauni og hver er merkingin í sí- og -gauni?

Orðið sígauni er talið tökuorð úr dönsku. Í verkinu Den danske ordbog segir að orðið sé fengið að láni úr þýsku Zigeuner en að öðru leyti sé uppruni sagður ókunnur. Í sögulegu dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog er tekið fram að orðið sé slavneskt en uppruni annars óþekktur. Báðar þessar bækur má finn...

Nánar

Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?

Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...

Nánar

Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?

Vidkun Quisling (1887-1945) var foringi í norska hernum á 2. og 3. áratug 20. aldar. Hann var varnarmálaráðherra Noregs frá 1931 til 1933 en sagði þá skilið við ríkisstjórnina og stofnaði fasistaflokkinn Nasjonal samling sem einkenndist af ákafri þjóðernishyggju og andstöðu við kommúnisma og verkalýðshreyfingar. ...

Nánar

Hvað er talkúm?

Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...

Nánar

Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?

Svifþörungar eru hluti af svifi sjávar og nefnast plöntusvif (e. phytoplankton) Þörungarnir eru einfrumungar sem fjölga sér með skiptingu. Þeir eru örsmáir, um 1/1000 mm til 2 mm í þvermál. Svifþörungar eru frumbjarga lífverur sem nýta sér sólarorku og ólífræn efni til vaxtar og viðgangs. Smásjármynd af kísilþör...

Nánar

Hvað eiga menn við þegar bakari er hengdur fyrir smið?

Orðasambandið að hengja bakara fyrir smið er fengið að láni úr dönsku og þekkist í málinu að minnsta kosti frá fyrri hluta 19. aldar. Merkingin er að saklausum er refsað fyrir það sem annar gerði. Í bókstaflegri merkingu er það smiðurinn sem er hinn seki en bakarinn er hengdur saklaus. Orðasambandið er í dönsk...

Nánar

Hvernig fara menn að því að hesthúsa mat?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju er sagt að einhver hesthúsi mat? Hvað kemur hesthús því við? Sögnin að hesthúsa er mynduð af nafnorðinu hesthús ‘hús handa hrossum’. Sögnin merkir að ‘setja hesta í hús’, oft vegna veðurs, og þeim þá gefið inni. Hún er bæði nefnd í Íslensk-danskri orðabók...

Nánar

Hvað þýðir heitið Kleifar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Staðarnafnið Kleifar er algengt. Kleifar í Skötufirði, Kleifar í Seyðisfirði. Magnea frá Kleifum (í Kalbaksvík). Svo hef ég heyrt talað um að Kleifarnar og hef skilið það þannig að fara fram á lága kletta til að sjá fram af þeim. Þá er til Hestakleif milli Mjóafjarðar og Ísafjarða...

Nánar

Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?

Samkvæmt upplýsingum frá Worldatlas.com eru tíu útbreiddustu tungumálin þessi, sé miðað við fjölda þeirra sem eiga þau að móðurmáli:Mandarínska (kínverska) 874 milljónirHindí 366 milljónirEnska 341 milljónSpænska 323 milljónirBengalí 207 milljónirPortúgalska 176 milljónirRússneska 167 milljónirJapanska 125 milljón...

Nánar

Fleiri niðurstöður