Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 241 svör fundust

Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?

Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...

Nánar

Hvernig myndast sýklalyfjaþol?

Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...

Nánar

Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?

Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...

Nánar

Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?

Sögnin að snurfusa ‛snyrta til, laga’ og nafnorðið snurfus ‛nostursöm snyrting’ koma fyrir í heimildum frá lokum 19. aldar samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans. Frá svipuðum tíma er sögnin að snurfunsa í sömu merkingu. Kettir eru þekktir fyrir að snurfusa sig. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásg...

Nánar

Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?

Vallhumall (Achillea millefolium) vex víða í þurrum brekkum og valllendi sem illgresi en hann er einnig ræktaður sem vinsæl lækningajurt. Vallhumall hefur fengið mörg nöfn vegna þeirra áhrifa sem jurtin er talin hafa. Latneska nafnið er Achillea millefolium og er jurtin kennd við Achilles, stríðshetju úr Trójustrí...

Nánar

Er „af því bara“ svar?

Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...

Nánar

Hvernig getum við hugsað?

Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...

Nánar

Af hverju eru sebrahestar röndóttir?

Útlit dýra ræðst ekki af tilviljuninni einni saman heldur hefur það líka mótast með þróun. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Sléttusebrar á beit. Eins og hægt er að lesa um í ýtarlegu svari eftir Jón Má Ha...

Nánar

Er hægt að tala við dýr?

Það er auðvitað vel hægt að tala við dýr en spyrjandi hefur sennilega í huga hvort að dýrin skilji það sem við segjum. Við vitum flest að það er hægt að kenna sumum dýrum að bregðast við tali okkar á ákveðinn hátt. Hundar geta til dæmis sótt spýtuna sem við köstuðum þegar við segjum 'sæktu' og hlýðnir hundar se...

Nánar

Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?

Þéttefnisfræði (e. condensed matter physics) er stærsta undirsvið nútíma eðlisfræði og miðar að því að athuga og útskýra stórsæja (e. macroscopic) eiginleika "þéttra" efna, það er að segja fastra efna og vökva. Hér er oftast um að ræða kristölluð efni eins og málma, hálfleiðara eða ofurleiðara, einangrandi kristal...

Nánar

Hvað merkir peningaþvætti?

Talað er um að þvo peninga eða peningaþvætti þegar uppruni illa fengis fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að upp komist að einhver á illa fengið fé en gera honum engu að síður kleift að nota það. Sem dæmi má nefna að maður sem...

Nánar

Hvað er ofurflæði?

Ofurflæði (superfluidity) er sá eiginleiki vökva að geta streymt án núnings. Ofurflæði er einungis þekkt í tveimur helínsamsætum, He-4 og He-3. Ástæða þess er sú að önnur efni hafa þegar breyst úr vökva í fast efni við það lága hitastig sem þarf til að ofurflæði geti átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ofurflæði í ...

Nánar

Fleiri niðurstöður