Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1017 svör fundust

Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla?

Þar sem fuglar eru tiltölulega einsleitir að líkamsbyggingu hefur verið talsverður ágreiningur um flokkun þeirra allt fram á þennan dag. Hingað til hafa menn notast við ýmis útlitseinkenni til að staðsetja fugla í ættir, ættbálka og svo framvegis. Nú er hins vegar farið að nota samsvörun í byggingu erfðaefnis (DNA...

Nánar

Hafa karlmenn hríðahormón?

Í heild sinni er spurningin svona:Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það? Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og ...

Nánar

Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?

Í lögum um dómstóla, númer 15/1998, er fjallað um forseta Hæstaréttar. Þar segir meðal annars: Forseti fer með yfirstjórn Hæstaréttar. Með þeim takmörkunum, sem leiðir af öðrum ákvæðum laga, stýrir forseti meðal annars þeirri starfsemi Hæstaréttar sem er ekki hluti af meðferð máls fyrir dómi, skiptir verkum milli ...

Nánar

Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?

Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?

Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...

Nánar

Hver er munurinn á lögum og reglum?

Í stuttu máli er munurinn á lögum og reglum samkvæmt íslenskri stjórnskipan sá að Alþingi setur lög en stjórnvöld setja reglur. Þessi hugtök hljóma að mörgu leyti keimlík en nokkur munur á lögum og reglum í lögfræðilegum skilningi. Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum á þingi samkvæmt ákveðnu ferli: ...

Nánar

Geta kettir verið andvaka?

Þeir sem eru andvaka þjást af svefnleysi og vaka um nætur. Svefnleysið getur verið tímabundið og varað eina nótt eða síendurtekið og þrálátt. Orsakir svefnleysis hjá mönnum geta verið af ýmsum toga, svo sem vegna verkja frá stoðkerfi, hitakófs á breytingaskeiði, tíðra næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lu...

Nánar

Hvað eru vúlkönsk eldgos?

Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?

Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd. ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Loftsson rannsakað?

Á ferli sínum sem vísindamaður hefur Þorsteinn Loftsson fengist við ýmis viðfangsefni en þekktastur er hann fyrir rannsóknir á svokölluðum sýklódextrínum. Sýklódextrín (e. cyclodextrin) eru hringlaga fásykrungar sem má til dæmis nota við að auka vatnsleysanleika fituleysanlegra lyfja. Þorsteini og samstarfsfólki h...

Nánar

Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands?

Upphaflega hljómaði spurningin svo:Hvað heitir höfuðborg Svartfjallalands? (Af því að Svartfellingar áttu alltaf höfuðborg með Serbíu, það er Belgrad.)Svartfjallaland (Montenegro) er land staðsett á Miðvestur-Balkanskaga. Í landinu búa um það bil 680.000 manns (miðað við tölur frá 2007). Stærsta borgin heitir Podg...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?

Margrét Sigrún Sigurðardóttir er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um skipulag breska tónlistariðnaðarins en tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar frá því hún skrifaði um Smekkleysu í meistararitgerð sinni við viðskiptafræðidei...

Nánar

Fleiri niðurstöður