Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 392 svör fundust

Hvernig virka COVID-heimapróf?

Upprunalega spurningin var: Hvernig mæla COVID-heimapróf smit? Algengustu heimaprófin sem mæla kórónuveirusmit byggja á svokallaðri mótefnaskiljun (e. immunochromatography), en nafnið er dregið af því að mótefni gegn prótínum SARS-CoV-2-veirunnar eru notuð til að mæla hvort veiran sé til staðar í sýni eða e...

Nánar

Hvað er upplýsingalæsi?

Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær haf...

Nánar

Eiga skólar að sjá um uppeldi?

Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og einhver kynni að ætla í fyrstu. Í skólasamfélagi nútímans er lögð mikil áhersla á samvinnu heimilis og skóla. Jákvætt viðhorf foreldra og kennara til skóla og menntunar skilar sér í jákvæðara viðhorfi nemenda til náms og skólaumhverfisins. Þar sem mörg börn og un...

Nánar

Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?

Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...

Nánar

Hver er þessi Vakthafandi Læknir sem alltaf er talað við og vitnað í þegar fjölmiðlamenn segja fréttir af slösuðu eða veiku fólki?

Það sem við teljum okkur vita vita um Vakthafandi Lækni (VL) er að hann á heima á Stökustað sem oft er minnst á í veðurfréttum. Nánar tiltekið eru hnit hans sem hér segir:Vakthafandi Læknir Séstvallagötu 13 999 Stökustað Sími 7913000, t-póstur rinkeal@idnafahtkav.orgEins og ráða má af tölvupóstfanginu kemur það...

Nánar

Hvers vegna halla hundar undir flatt?

Sennilegasta skýringin á því að hundar halla oft undir flatt þegar fólk talar við þá er að þeir séu að reyna að heyra betur. Eyrun eru staðsett á hliðum höfuðsins og bylgjurnar berast ekki beint í þau. Með því að halla undir flatt þá breyta þeir afstöðu eyrnanna gagnvart hljóðinu og geta numið það betur. Yngri ...

Nánar

Af hverju fá menn hausverk?

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk eins og kemur fram í svari Magnúsar Jóhannsonar við spurningunni Af hverju fær maður höfuðverk? Þar segir meðal annars að höfuðverkur sé líklega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan...

Nánar

Hvað eiga orðin kerlingartár, groms og nærbuxnavatn sameiginlegt?

Þessi orð eiga það sameiginlegt að vera notuð um kaffisopa. Margvíslegt orðafar er til um kaffisopann. Annaðhvort er kaffið of sterkt eða of veikt eða þá að menn fá sér aukasopa milli máltíða. Aukasopinn á sér nokkur heiti. Sumir kalla hann Guddusopa en langflestir kerlingarsopa, kerlingarkaffi eða kerlingartár...

Nánar

Hversu miklu þyngra vegur fullhlaðin 1,5 volta rafhlaða en óhlaðin?

Spyrjandi hefur væntanlega fylgst vel með svörum okkar hér á Vísindavefnum. Hann veit að hlaðin rafhlaða býr yfir meiri orku en óhlaðin og vill því vita hver massamunurinn sé samkvæmt jöfnu EinsteinsE = m c2Þetta er allt saman alveg hárrétt hugsað: Samkvæmt þessu á orkumunur að svara til massamunar og öfugt. Hins ...

Nánar

Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?

Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...

Nánar

Hvernig lítur Guð út?

Útlitið sem menn hugsa sér á guðum sínum er með ýmsu móti. Okkur er tamt að hugsa okkur Óðin, Þór og Freyju í mannsmynd og hið sama gildir til dæmis um grísk-rómversku guðina Seif (Júpíter), Afródíte (Venus) og félaga þeirra. Af þeim síðarnefndu eru til frægar höggmyndir sem sýna þetta glöggt. Þessar myndir eru ef...

Nánar

Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?

Hér verður eftirfarandi spurningum svarað: Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu? Hvers vegna sleppa veirur stundum í gegnum veiruvarnir? Hvers vegna eru til tölvuveirur, er ekki hægt að útrýma þeim? Hvað er trójuhestur í tölvum og af hverju sleppur hann oft í gegnum e...

Nánar

Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?

Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...

Nánar

Fleiri niðurstöður