Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7644 svör fundust

Af hverju deyr fólk?

Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...

Nánar

Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni líkt og Breiðamerkurjökull? Myndi hann hopa hægar ef ekki hefði myndast lón fyrir framan? Jöklar á Íslandi bráðna fyrst og fremst vegna áhrifa sólgeislunar beint og óbeint. Kemur það aðallega fram við yfirborð jökulsins þar sem gætir ...

Nánar

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

Nánar

Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?

Útungunartími mörgæsa er á bilinu 30-64 dagar, allt eftir því hvaða tegund á í hlut. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá útungunartíma og meðalfjölda eggja í varpi hjá þeim 17 mörgæsategundum sem nú lifa á jörðinni. Rétt er að taka fram að upplýsingarnar koma úr ýmsum áttum, sumar heimildir gefa upp ákveðinn dagafj...

Nánar

Voru einhverjar konur að semja tónlist á 17. öld?

Það þótti sæma konum fyrr á öldum að kunna sitthvað fyrir sér í tónlist, en ætíð innan ákveðinna marka. Í karllægum heimi fengu þær yfirleitt litla hvatningu til tónsmíða eða annarra skapandi starfa. Þó tókst nokkrum ítölskum kventónskáldum að sinna hugðarefnum sínum á fyrri hluta 17. aldar og nutu þær virðingar f...

Nánar

Hvernig virka nætursjónaukar, á hverskonar eðlisfræði byggja þeir?

Svarinu við spurningunni er skipt í tvo kafla. Sá fyrri gefur almenna yfirlitsmynd um uppbyggingu og virkni nætursjónauka, meðan líta má á seinni kaflann sem ýtarefni um íhluti sjónaukans. Fyrri kaflinn ætti að nægja mörgum lesendum en sá seinni er ætlaður þeim kröfuharðari. Hann fjallar um tæknilega útfærslu og e...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrönn Ólína Jörundsdóttir rannsakað?

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún er með doktorsgráðu frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði og hefur sérhæft sig í rannsóknum á mengun í umhverfi og mat. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í...

Nánar

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

Nánar

Hvað er einkirningasótt?

Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum...

Nánar

Væri hægt að einkavæða þjóðkirkjuna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Væri hægt að einkavæða þjóðkirkjuna á sama hátt og talað hefur verið um að einkavæða heilbrigðiskerfið? Ekki er ljóst af spurningunni hvaða skilning fyrirspyrjandi leggur í hugtakið einkavæðing nema hvað vísað er til umræðu um að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þegar einkavæðing ...

Nánar

Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?

Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er...

Nánar

Hvaðan fást fósturstofnfrumur og eru lög um notkun þeirra hér á landi?

Hér er tveimur spurningum svarað. Þær eru í sinni upphaflegu mynd svona: Hvaðan fá vísindamenn/líffræðingar fósturstofnfrumur? Banna íslensk lög notkun stofnfruma úr fósturvísum manna við rannsóknir? Stofnfrumur úr fósturvísum manna eru frumur sem við rétt skilyrði næringarefna og vaxtarþátta má rækta í tilrau...

Nánar

Fleiri niðurstöður