Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7641 svör fundust

Í hvaða átt sjást norðurljósin?

Stefnan til norðurljósa hér á Íslandi getur verið næstum hver sem er. Þau eru oft hátt á lofti og taka þá jafnvel yfir hvirfilpunkt himins, það er punktinn sem er lóðrétt yfir höfðum okkar. Í borgum er hins vegar sennilegt að norðurljós sjáist síður lágt á himni vegna ljósmengunar sem svo er kölluð, það er að segj...

Nánar

Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?

Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson). Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er...

Nánar

Hvenær var síðasta gos á Íó?

Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum e...

Nánar

Af hverju fær maður hiksta?

Líkaminn inniheldur svokallaða öndunarboða sem senda manni boð þegar við eigum að anda. Stundum senda þau aukaboð og öndunin ruglast. Þá fær maður ef til vill hiksta. Vanalega kemur hiksti eftir að fólk hefur borðað mikinn mat og sérstaklega þegar maturinn er mjög kryddaður eða þegar fólk drekkur mikinn vökv...

Nánar

Hvenær var kötturinn uppgötvaður (sem gæludýr)?

Fyrstu merki um ketti eru 12 milljón ára. Um það leyti voru þeir í þrem höfuðflokkum: Skógarkötturinn Afríski villikötturinn Asíski eyðimerkurkötturinn Fyrstu kettirnir voru hafðir sem húsdýr um 3000 árum fyrir Krist, þegar þeir voru notaðir til að verja korngeymslur Egypta fyrir nagdýrum. Þessir kettir urðu sv...

Nánar

Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur?

Til eru gjaldmiðlar sem eru einskis virði, til dæmis gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út af ýmsum ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum með byltingu eða stríði. Einnig eru til gjaldmiðlar sem eru einhvers virði á ákveðnu svæði en ekki er hægt að kaupa aðra gjaldmiðla fyrir þá og því erfitt að segja til ...

Nánar

Halda einhverjir að guð sé kona?

Hægt er að hugsa sér Guð sem karl eða konu, eða hvað sem okkur virðist Guð vera. Betra er að gera Guð að því sem þú vilt, ef það eykur traust þitt og trú á Guð. Sumir sjá Guð fyrir sér sem gamlan karl, eins og elskulegan afa, en aðrir sjá fyrir sér brennandi runna eða skínandi ljós. Tilraunir til að flokka Guð sem...

Nánar

Hvað er Austmaður?

Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Þa...

Nánar

Hafa menn samvisku?

Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert....

Nánar

Hve mikið af pappír fæst úr einu meðalstóru tré?

Þar sem tré eru misstór er erfitt að segja hve mikill pappír kemur úr einu tré. Ef við tækjum hinsvegar einn faðm af höggnum viði (3,6 rúmmetra), þá gefur það tæpar 90.000 blaðsíður af bókapappír, eða 3375 eintök af 28 blaðsíðna Fréttablaði. Notkun á pappír í heiminum er komin upp í 268 milljónir tonna á ár...

Nánar

Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?

Þetta er ein af þeim spurningum sem réttast og einfaldast er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Eða væri einhver önnur röð eðlilegri, hagkvæmari eða betri? Menn hafa viljað skrifa niður alla stafi ritmálsins og hafa þá auðvitað gert það í einhverri röð. Síðan hefur smám saman komist á samkomu...

Nánar

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?

Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...

Nánar

Hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?

Í sólkerfinu okkar er aðeins ein stjarna, sólin. Hún er því jafnframt stærsta stjarnan. Í sólkerfinu eru líka átta reikistjörnur sem flestar hafa fylgitungl, jafnvel mörg. Einnig má finna óteljandi smástirni, heilt smástirnabelti, halastjörnur og loftsteina. Reikistjörnurnar ganga um sólina, mishratt eftir því ...

Nánar

Fleiri niðurstöður