Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7642 svör fundust

Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur ...

Nánar

Hvað kemst hraðskreiðasti bíll í heimi hratt og hvað heitir hann?

Hraðskreiðasti bíll í heimi náði 1.220,8 km hraða í Nevada-eyðimörkinni árið 1997, og heitir Thrust SSC. Thrust SSC var með tvo Rolls-Royce hreyfla, aflið í hreyflunum jafngilti 145-földu afli Formula 1 bíla. Hann var 16 sekúndur að ná 1000 km hraða og eyddi 18 lítrum af eldsneyti á hverri sekúndu. Venjulegi...

Nánar

Hvað heita öll fylki Bandaríkjanna?

Í Bandaríkjunum eru fimmtíu ríki. Fjörutíu og átta af þeim liggja yfir samfellt landsvæði. Hawaii, sem er nýjasta ríkið (gekk í Bandaríkin 1959), er eyjahópur í Kyrrahafi suðvestan við Bandaríkin og Alaska, sem er næstnýjasta ríkið, er fyrir norðan Bandaríkin umkringt af vesturhluta Kanada. Margir Bandaríkjamenn e...

Nánar

Hvað heitir stærsta bein mannslíkamans og hvar er það?

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Aðeins 80 bein mynda beinagrindina en hin 126 eru eins konar fylgihlutir. Stærsta beinið er lærleggurinn í lærinu. Lærleggurinn er einnig lengsta, þyngsta og sterkasta beinið, hann getur þolað allt að 800-1100 kg álag. Í mönnum er lærleggurinn langur og nettur en í mannöpum er ha...

Nánar

Hvað heitir japanska fyrirbærið karaoke á íslensku?

Þótt orðið karaoke sé ekki alveg nýtt í málinu hefur ekkert eitt íslenskt orð fest sem nýyrði yfir þetta hugtak. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar eru fjögur orð sem þangað hafa borist. Þau eru: lagvísir, sem sennilega er þannig hugsað að það vísar á lagið, hjálpar til við að halda lagi tónhjarl, karlky...

Nánar

Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...

Nánar

Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?

Orðin stjörnuþoka og vetrarbraut eru samheiti yfir sama fyribærið sem á erlendum málum nefnist galaxy, en það er komið beint úr grísku, dregið af orðinu gala sem merkir mjólk. Vetrarbrautin NGC 4565. Í stjörnufræði er vetrarbraut næsta skipulagseining ofan við sólkerfi. Í hverri vetrarbraut er fjöldi stjarna....

Nánar

Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?

Eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni hafa um 3000 rúnasteinar fundist á Norðurlöndunum, þar af 2000 í Svíþjóð. Flestir rúnasteinar hafa þess vegna fundist í Svíþjóð. Elstu rúnasteinarnir voru reistir í Noregi og Svíþjóð á þjóðflutningstímanum. Lengsta áletrunin sem fundist hefur er um 170 orð en han...

Nánar

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

Nánar

Hvað geta krókódílar orðið gamlir?

Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fundið er talið að krókódíll í dýragarði í Rússslandi hafi náð 115 ára aldri. Til eru 14 tegundir eiginlegra krókódíla, 8 tegundir alligatora og ein tegund langtrýninga og sennilega er einhver munur á meðalaldri tegundanna í náttúrunni. Talið er að einstaklingar af stærstu teg...

Nánar

Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru neglur? kemur fram að neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa (e. matrix) ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglbandinu og ýtast smám saman fram á við. Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar og gefa til kynna að naglm...

Nánar

Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?

Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þe...

Nánar

Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?

Vatnsmesti foss Evrópu telst vera Rheinfalle í Sviss og hvorki Dettifoss né aðrir fossar á Íslandi komast nærri honum í vatnsmagni. Dettifoss er aflmesti foss Íslands en sá vatnsmesti er Urriðafoss. Vatnsmesta á landsins er hins vegar Ölfusá. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á...

Nánar

Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni?

Svarið er í stuttu máli það að margir loftsteinar hafa lent á jörðinni og engin ástæða er til að ætla annað en þeir haldi því áfram. Þann 9. október 1992 lenti 12 kg loftsteinn á skottinu á þessum bíl. Á Veraldarvefnum er hægt að lesa meira um Peekskill-loftsteininn á síðunni Peekskill Meteorite Car. En lofts...

Nánar

Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?

Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...

Nánar

Fleiri niðurstöður