Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7640 svör fundust

Hvað er gyðja?

Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði. Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Frey...

Nánar

Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?

Sálfræði er fjölmennust þeirra greina sem kenndar eru innan Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Sálfræði er sívaxandi grein sem meðal annars má sjá á stöðugri fjölgun nemenda milli ára og sífellt aukinni eftirspurn í atvinnulífinu eftir starfsfólki með sálfræðimenntun. Algengur misskilningur er að sálfræði sn...

Nánar

Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er til annað sólkerfi? Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru sv...

Nánar

Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi. Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir s...

Nánar

Hvenær verður vöðvi kjöt?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...

Nánar

Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?

Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta at...

Nánar

Hvert er verðmæti 9 og 14 karata gulls í íslenskum krónum?

Karat er mælieining sem notuð er til að gefa til kynna hve hrein gullblanda er, það er hversu hátt hlutfall gull er af blöndunni. Hreint gull telst 24 karöt. Eftir því sem hlutfall gulls í gullblöndu er lægra, þeim mun færri karöt telst gullið vera. Þannig er til dæmis 18 karata gullblanda 75% gull og 25% annað ef...

Nánar

Hvað er að vera 'heill á húfi'?

Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitir...

Nánar

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

Nánar

Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?

Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur. Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu. K...

Nánar

Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið?

Hlaupastingur er eitt af þeim fyrirbærum sem fræðimenn hafa ekki náð að skilja eða skýra til fullnustu. Flestir virðast þó sammála því að þindin leiki þar stórt hlutverk. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvað veldur hlaupasting. Ein þeirra hefur með öndun að gera. Þegar við öndum að okkur þrýstist þindi...

Nánar

Fleiri niðurstöður