Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7645 svör fundust

Úr hverju er augað?

Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið lýst líffræði augans? Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál. Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera...

Nánar

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

Nánar

Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?

Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...

Nánar

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...

Nánar

Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?

Löngu áður en núverandi hormónagetnaðarvarnir komu til sögunnar reyndi fólk að koma í veg fyrir barneign með ýmsu móti. Notaðar voru rofnar samfarir og ýmsar útgáfur af sæðisdrepandi efnum sem komið var fyrir í leggöngum konunnar. Einnig voru smokkar, hettur, lykkjur og ýmislegt fleira notað til getnaðarvarna. ...

Nánar

Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?

Almennt er hægt að höfða mál gegn miðlum, eins og öðrum og það sama gildir um slíka málsókn og aðrar málsóknir, að ef sannanir eru fyrir hendi þá er líklegt að málsóknin beri árangur. Þó verður að gera greinarmun á tvennu varðandi starfsemi miðla. Annars vegar getur komið til að þær forsendur sem viðskiptavinur...

Nánar

Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?

Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...

Nánar

Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?

Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...

Nánar

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

Nánar

Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?

Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...

Nánar

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?

Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi. Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma j...

Nánar

Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?

Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...

Nánar

Fleiri niðurstöður