Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7645 svör fundust

Eru lík smurð á Íslandi?

Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?

Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...

Nánar

Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?

Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...

Nánar

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...

Nánar

Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?

Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...

Nánar

Á hverju byggist Doppler-ratsjá og hvernig verkar hún?

Ratsjártæknin mótaðist í seinni heimsstyrjöldinni, meðal annars sem aðferð til að fylgjast með óvinaflugvélum og -skipum. Ratsjáin sendir frá sér rafsegulbylgjur með tiltekinni bylgjulengd sem hentar til að "sjá" málmhluti af þessari stærð. Bylgjuhögg ("púlsar") fara frá tækinu í tiltekna, afmarkaða stefnu og bylg...

Nánar

Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?

Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88/1...

Nánar

Hvernig verða lög til?

Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir. Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu. Lög í þrengri merkingu má f...

Nánar

Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?

Á Þorranum stóð ritstjórn Vísindavefsins fyrir rannsóknum til að fá úr þessu skorið. Töluverðan tíma tók að vinna úr þeim gögnum sem bárust en niðurstöður liggja nú loksins fyrir. Hér verður rannsóknaraðferðum lýst og niðurstöður kynntar. Fyrsta tilraunin fór fram á ónefndu þorrablóti. Starfsmaður Vísindavefsin...

Nánar

Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi?

Spurningin í heild hljóðar svona: Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi og hvert er hlutfallið miðað við aðra? Árlega greinast 546 karlar og 541 kona með krabbamein á Íslandi sé miðað við meðaltal áranna 1997-2001. Fjöldinn eykst með ári hverju, sem skýrist að miklu leyti af því að hlutfall eldra...

Nánar

Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?

Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...

Nánar

Fleiri niðurstöður