Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7644 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...

Nánar

Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Hvernig og við hvaða aðstæður myndast móða á gleri?

Þetta gerist þegar glerið er kaldara en loftið í herberginu og nægilegur raki er í loftinu til að hann þéttist í kalda loftinu við glerið. Í loftinu kringum okkur er oftast eitthvað af vatnsgufu eða raka, mismikið eftir atvikum. Loft við tilteknar aðstæður getur tekið upp ákveðið magn af raka. Þegar komið...

Nánar

Er hægt að "borða" með einhverju öðru en munninum?

Svarið við þessu ræðst af því hvaða merkingu menn leggja í sögnina að borða. Næringarefni geta vissulega borist inn í líkamann eftir öðrum leiðum. Það er til dæmis alþekkt að fólki sé gefin næring í æð: nokkurs konar nál sé stungið í eina af stærri æðum líkamans, tengd við hana slanga og vökva með næringarefnum dæ...

Nánar

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja ...

Nánar

Hvað er langafasta?

Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...

Nánar

Er hægt að framleiða rafmagn úr segli og ef svo er þá hvernig?

Sísegull er gerður úr segulefni, nánar tiltekið járnseglandi efni. Umhverfis segul er segulsvið. Myndin hér að neðan sýnir sísegul og dreifingu segulsviðslína umhverfis hann. Dreifing segulsviðslína umhverfis sísegul Þegar rafstraumur fer um vír myndast segulsvið umhverfis hann. Rafsegull er myndaður með þv...

Nánar

Er eitthvað vitað um uppruna romsunnar "úllen dúllen doff..."?

"Úllen dúllen doff" er ein vinsælasta úrtalningarromsan sem íslensk börn nota og hefur verið það lengi. Flest börn hafa hana svona: Úllen dúllen doff kikke lane koff koffe lane bikke bane úllen dúllen doff. Ljóst er að þessi romsa kemur snemma til Íslands. Í handriti eftir fræðimanninn Brynjólf Jónsson frá Mi...

Nánar

Hver er eðlilegur líkamshiti manns?

Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...

Nánar

Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?

Þessari spurningu er alls ekki hægt að svara með neinni vissu. Fyrir því eru margar ástæður. Fyrir það fyrsta er alls ekki ljóst hvað við eigum við með hugtakinu orð. Í orðabókum er orð skilgreint eitthvað á þessa leið: 'eining sem sett er saman úr málhljóðum (bókstöfum) og hefur ákveðna merkingu'. Hvað eigum v...

Nánar

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?

Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...

Nánar

Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?

Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. ...

Nánar

Hvar er mest af geimskipum á Íslandi?

Í gegnum tíðina hefur Ísland fengið heilmikla athygli umheimsins vegna ýmiss konar yfirnáttúrulegra fyrirbæra sem talið er að fyrirfinnist hér á landi. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einn frægasti svikari sögunnar, Júdas, sé geymdur í Heklu. Er þetta einungis ein af fjölmörgum sögum sem tengjast Hekl...

Nánar

Fleiri niðurstöður