Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7645 svör fundust

Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?

Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi. Um þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári...

Nánar

Hvað er kolefnisspor?

Kolefnisspor (e. carbon footprint) er mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar sem taldar eru inn í kolefnissporið eru:Koltvísýringur (CO2) Metan (CH4) Hláturgas (N2O) Óson (O2) Vetnisflúorkolefni (HFC) Perflúorkolefni (PFC) Brennisteinshexaflúorí...

Nánar

Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?

Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...

Nánar

Hvernig á að skrifa sjúkdómsheiti á íslensku?

Í ritreglum Íslenskrar málnefndar segir að læknisfræðileg hugtök (sjúkdómar og fleira) séu rituð með litlum upphafsstaf óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki. Fjallað er um þetta í gr. 1.3.3.2 d í ritreglunum og sýnd dæmi, til dæmis akureyrarveikin, asíuflensa, fuglaflensa, hermannaveiki, inflúensa, l...

Nánar

Hvenær verðum við eldri borgarar?

Upprunalega spurningin var: Hvert er viðmiðið við að teljast eldri borgari? „Eldri borgari“ er í sjálfu sér teygjanlegt hugtak. Almennt er litið svo á að sá sem hefur lokið föstu starfi og er kominn á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára, en þá hefur þ...

Nánar

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

Nánar

Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?

Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnu...

Nánar

Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?

Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Í kjarasamningum starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er gjarnan talað um persónuuppbót og þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi. Í kjarasamningum f...

Nánar

Er íslenski hesturinn smáhestur?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna eru íslenskir hestar ekki smáhestar ef smáhestar (pony) geta verið á stærð við íslenska hestinn? Hvað gerir íslenska hestinn að hesti frekar heldur en smáhesti? Íslenski hesturinn er eina hestakynið á Íslandi. Hann hefur ekki blandast öðrum hestakynjum og er því hrein...

Nánar

Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða?

Það hefur lengi tíðkast að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar með því að nota bauganet sem eins konar ímyndað hnitakerfi lagt yfir jarðarkúluna. Í þessu kerfi myndar miðbaugur hring sem skiptir jörðinni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Samhliða miðbaug eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90...

Nánar

Hvað eru dauð atkvæði og hafa þau einhver áhrif á úrslit kosninga?

Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað þýða dauð atkvæði í kosningum? Hvaða áhrif hafa dauð atkvæði á kosningaúrslit? Græða einhverjir flokkar á dauðum atkvæðum? Hugtakið dauð atkvæði (e. wasted votes) er venjulega notað um þau atkvæði sem falla á flokka eða framboð sem ekki fá neina fulltrúa kjörna til þings eða ...

Nánar

Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?

Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...

Nánar

Fleiri niðurstöður