Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7642 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um Perú?

Perú liggur að strönd Kyrrahafsins í norð-vesturhluta Suður-Ameríku. Perú á landamæri að Ekvador í norð-vestur, Kólumbíu í norð-austur, Brasilíu í austur, Bólivíu í suð-austur og Chíle í suður. Perú er 1.285.216 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli og áætlað er að íbúafjöldi landsins árið 2005 séu rúmlega 27.925....

Nánar

Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...

Nánar

Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?

Örlaganornirnar þrjár, eða skapanornirnar, heita Urður, Verðandi og Skuld. Urður er norn fortíðar og elst af þeim öllum. Nafn hennar merkir "það sem orðið er". Verðandi, "hin líðandi stund", er norn nútímans og Skuld, "það sem skal gerast" (samstofna sögninni "að skulu"), er norn framtíðar. Samkvæmt norrænn...

Nánar

Af hverju brakar í manni?

Í svari við spurningunni Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum? er því lýst sem gerist þegar brakar eða smellur í liðamótum eins og eru í fingrunum á okkur. Þar segir: Þegar við látum braka í liðum þá er í raun verið að færa liðinn úr eðlilegri stöðu og teygja á liðpokanum. Við það eykst rúmmál liðpokans...

Nánar

Er andlit á reikistjörnunni Mars?

Andlitið á Mars, sem sást á mynd sem Viking 1 geimfarið tók árið 1976 af Cydoníu-svæðinu, er ekkert annað en vindsorfin hæð og leikur ljóss og skugga. Á myndinni sést það sem mörgum finnst við fyrstu sýn vera mannsandlit. NASA sendi myndina til fjölmiðla því að menn töldu að hún væri til þess fallin að vekja a...

Nánar

Hvernig rætast draumar?

Sumir virðast telja að draumar séu yfirnáttúrleg fyrirbæri og að í þeim geti falist eins konar spádómur um framtíðina. Samkvæmt vísindum nútímans er hins vegar ekkert yfirnáttúrlegt við drauma, þeir eru starfsemi hugans í svefni, á sama hátt og hugsanir okkar eru starfsemi hugans í vöku. Gildi drauma til að ...

Nánar

Hvað eru ninjur?

Orðið ninja merkir sá sem iðkar ninjutsu en það er heiti á austurlenskri bardaglist sem hægt er að þýða sem 'list hins ósýnilega'. Ninjur voru félagar í japönskum leynisamtökum sem stofnuð voru fyrir árið 1500. Þær voru aðallega njósnarar, en líklega voru þær einnig fengnar til að ráða menn af dögum og vinna ýmis ...

Nánar

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...

Nánar

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?

Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...

Nánar

Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?

Ló eða kusk í nafla samanstendur einkum af stökum trefjum úr fatnaði ásamt svolitlu af dauðum húðfrumum og líkamshárum. Sviti límir svo þessi efni saman í hnoðra. Samkvæmt rannsóknum Karls Kruszelnickis við Háskólann í Sydney í Ástralíu, virðist naflaló frekar berast upp frá nærfötum frekar en niður frá skyrtum og...

Nánar

Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?

São Paulo í Brasilíu er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Talið er að íbúar borgarinnar séu rétt rúmlega 11 milljónir. Þessi tala verður töluvert hærri ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Reyndar er misjafnt hvernig stórborgarsvæðið er afmarkað en samkvæmt einni...

Nánar

Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?

Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vega...

Nánar

Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?

Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru. Hugtökin jötunn, tröll og risi eru náteng...

Nánar

Af hverju koma stírur í augun?

Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök. Venjulega ...

Nánar

Fleiri niðurstöður