Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7642 svör fundust

Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?

Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...

Nánar

Hvenær gaus Hofsjökull síðast?

Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...

Nánar

Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?

Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...

Nánar

Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?

Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...

Nánar

Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni og hversu stór geta þau orðið. Er hamfarahlaupið í Jökulsá á fjöllum fyrir 2500-2800 árum þaðan? Jökulhlaup vegna gosa í þeim hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis sem er undir jökli, hafa runnið til suðvesturs, vesturs ...

Nánar

Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?

Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...

Nánar

Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú?

Þótt finna megi frásagnir af uppruna manns og heims í kínverskri menningu léku þær í raun algert jaðarhlutverk í kínverskri trú til forna, hvort sem um er að ræða alþýðutrú, daoisma eða konfúsisma. Þessi litla áhersla á uppruna er einmitt eitt þeirra einkenna sem einkum greina kínversk og raunar austur-asísk trúar...

Nánar

Hvernig er hægt að vita að eldgos sé yfirvofandi?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaða ár kemur næst eldgos? Eru væntanleg eldgos á Íslandi? Eldgos gera oft og tíðum boð á undan sér. Aukin jarðskjálftavirkni, landris og breytingar á jarðhita og gasútstreymi eru alltíðir fyrirboðar eldgosa. Ekkert er þó algilt í því efni. Sum eldfjöll gjósa á...

Nánar

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

Nánar

Hvenær byrjuðu Íslendingar að tala um djús?

Orðið djús 'ávaxtasafi' á sér ekki ýkja langa sögu í íslensku. Elsta dæmið sem fundist hefur á prenti er úr Morgunblaðinu 1961 og orðið er líka í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 1963 sem bendir til að það hafi þá þegar verið orðið nokkuð algengt í daglegu tali. Lengi framan af virðist það sjaldgæft í ritmál...

Nánar

Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?

Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst í marsmánuði 2016. Eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum. Tortóla er stærsta eyjan í klasa sem gengur undir heitinu Bresku jó...

Nánar

Hvernig reikna menn út rennsli í rúmmetrum í jökulhlaupum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig er farið að því að finna út rennsli í rúmmetrum í hlaupum eins og Skaftárhlaupi? Rennsli fallvatns er fundið með því að mæla rúmmál vatns sem berst í gegnum þversnið farvegarins á tímaeiningu. Venja er að nota mælieininguna rúmmetrar á sekúndu [m3/s]. $$R...

Nánar

Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?

Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...

Nánar

Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...

Nánar

Fleiri niðurstöður