Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7642 svör fundust

Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?

Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...

Nánar

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...

Nánar

Hvað er ritskýring?

Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...

Nánar

Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?

Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....

Nánar

Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?

Á vef Hagstofu Íslands má leita að upplýsingum um fjölda þeirra sem bera ákveðin eiginnöfn. Eftirfarandi grein var skrifuð árið 2003 og svaraði þá spurningunni út frá þeim tölum sem Þjóðskrá gaf upp á þeim tíma. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands voru þrjú algengustu kvennanöfnin í árslok 2001 þessi:Guðrún (...

Nánar

Af hverju erum við með augabrúnir?

Líklega er helsti tilgangur augabrúna að koma í veg fyrir að vökvi á borð við regnvatn eða svita berist í augun. Lögun augabrúnanna gerir að verkum að vatn lekur fremur framhjá augunum en inn í þau. Einnig er mjög líklegt að augabrúnir auðveldi mönnum að sýna tilfinningar sínar. Þegar fólk er reitt hleypir það...

Nánar

Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?

Talið er að hanakamburinn sem á ensku kallast Mohawk eða mohican komi frá Norður-Ameríku. Á enskri tungu er hann kenndur við Móhíkana-indjánaættflokkinn (e. Mohawk) sem kann þó að vera vafasamt því vitað að er að hanakambur var í tísku hjá Wyadot-indjánum mun fyrr. Árið 2003 fundust 2300 ára gamlar líkamsleifa...

Nánar

Hvaða bók er mest selda bók allra tíma?

Biblían er mest selda og mest lesna bók allra tíma. Vefsetur Guinness World Records áætlar að um 2.500.000.000 (2,5 milljarðar) eintaka hafi verið seld í heiminum síðan 1815! Biblían hefur verið þýdd á 2.233 tungumál og mállýskur. Reikna má með að annað trúarrit, Kóraninn, komi í öðru sæti en á þó harðri barátt...

Nánar

Hvaða föðurhús eru þetta þegar einhverju er vísað til föðurhúsanna?

Með orðinu föðurhús er átt við það heimili sem einhver ólst upp á með foreldrum sínum. Orðasambandið að vísa einhverju aftur til föðurhúsa merkir að ‘vísa einhverju á bug og senda það aftur þangað sem það er upprunnið’. Þannig kemur vísunin í föðurhús. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þessi heimild ú...

Nánar

Hver eru meginatriðin í íslamstrú?

Múslímar nefnast þeir sem játa íslamstrú. Þeir skiptast í nokkrar fylkingar og nefnast tvær stærstu súnnítar og sjítar. Aðrir hópar innan íslam eru til dæmis vahabítar og ísmaelítar. Það sem allar fylkingarnar innan íslam eiga sameiginlegt, er trúin á einn guð, Allah, og að spámaður hans, Múhameð, hafi fyrir op...

Nánar

Hvernig hegðar vatn sér í geimfari?

Í geimfari sem er á þeim stað í geimnum að engir þyngdarkraftar verka á það ríkir þyngdarleysi. Það sama gildir um geimfar sem er í svonefnu frjálsu falli inn að jörðinni að öðrum hnetti, það er að segja þá er allt inni í geimfarinu með sama hætti og í algjöru þyngdarleysi. Þá gildir að hlutir inni í geimfarinu...

Nánar

Hvernig elda ég grátt silfur?

Orðasambandið að elda grátt silfur þekkist þegar í fornu máli og er notað um að eiga í erjum við einhvern. Í Eyrbyggja sögu segir til dæmis í 57. kafla (stafsetningu breytt): "Þeir Óspakur og Þórir eldu oft grátt silfur og veitti ýmsum léttara." Sögnin að elda merkir hér 'hita, bræða' og er leidd af nafnorðinu...

Nánar

Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?

Nefið gegnir lykilhlutverki við öndun. Hjá fjölmörgum dýrategundum er nefið einnig mikilvægur þáttur í hitastjórnun. Flest dýr, svo sem apar, rándýr, hófdýr og klaufdýr, hafa hárlaus nef. Það er þó ekki án undantekninga því til eru dýr með loðin nef. Má þar til að mynda nefna sunnlenska loðtrýnisvambann (Lasiorhin...

Nánar

Fleiri niðurstöður