Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 423 svör fundust

Geta kettir verið andvaka?

Þeir sem eru andvaka þjást af svefnleysi og vaka um nætur. Svefnleysið getur verið tímabundið og varað eina nótt eða síendurtekið og þrálátt. Orsakir svefnleysis hjá mönnum geta verið af ýmsum toga, svo sem vegna verkja frá stoðkerfi, hitakófs á breytingaskeiði, tíðra næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lu...

Nánar

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?

Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...

Nánar

Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi. Eins og kemur fram í svari við spurning...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?

Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, ti...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?

Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlis...

Nánar

Styrkir kúamjólk bein líkamans?

Mataræði er mikilvægur þáttur í því að byggja upp sterk bein. Bein er lifandi vefur og þarf eins og allir vefir líkamans á ýmsum næringarefnum að halda til þess að þroskast og vaxa eðlilega og til þess að viðhalda sér eftir að fullum vexti er náð. Styrkur beinagrindar byggist aðallega á kalksamböndum en í beinum e...

Nánar

Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?

Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...

Nánar

Hvað er geðveiki?

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...

Nánar

Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?

Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...

Nánar

Er sálin til?

Hér verður byrjað á að gera greinarmun á tvenns konar hugmyndum um eðli (manns)sálarinnar, hvað það felur í sér að segja að hún sé til. Þá verður gerður greinarmunur á ferns konar hugmyndum um hvað tilheyrir sálinni. Reynt verður að koma helstu uppástungum sögunnar fyrir í kerfi sem vitaskuld er einföldun en vonan...

Nánar

Er sjálfsfróun hættuleg?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvort eru það fleiri karlmenn eða konur sem fróa sér? Af hverju finnst sumum stelpum ógeðslegt að fróa sér? Af hverju stunda flestir unglingar sjálfsfróun? Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugt...

Nánar

Fleiri niðurstöður