Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9721 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands?

Við erum stödd á vísindavef, og því er nauðsynlegt að byrja á að svara því að vísindalega verður spurningunni ekki svarað beint með ákveðnu ártali. Það er megineinkenni vísinda að svör þeirra eiga að vera efnislega hin sömu hver sem spyr og hver sem svarar. En orðið „merkilegur“ hefur ekki merkingu sem gefur tilef...

category-iconHugvísindi

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?

Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...

category-iconHugvísindi

Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?

John Amos Comenius, eða Jan Ámos Komenský eins og hann heitir á tékknesku, fæddist 28. mars 1592 í bænum Nivnice í Móravíu, sem tilheyrir nú Tékklandi en heyrði undir veldi Habsborgara á þeim tíma. Hann var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Var tunglið einhvern tíma partur af jörðinni?

Nokkrar kenningar eru til um uppruna tunglsins og ein þeirra nefnist klofningskenning. Samkvæmt henni á jörðin að hafa snúist einu sinni það hratt að hluti af henni losnaði og myndaði tunglið. Í dag er talið útilokað að þetta hafi átt sér stað. Ef hnöttur snýst það hratt að hann klofnar er útilokað að annar hlu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu hár var minnsti maður á Íslandi?

Í fróðlegu svari Árna V. Þórssonar við sömu spurningu kemur fram að ekki er vitað með vissu hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Hins vegar er lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um hollenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi árið 1876 e...

category-iconVeðurfræði

Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?

Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar se...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

category-iconFornfræði

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

category-iconHugvísindi

Hvert var helsta hlutverk klaustra á miðöldum?

Hér verður aðallega fjallað um nunnuklaustrin tvö á Íslandi: Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðarklaustur. Frá því snemma á miðöldum voru klaustur helstu menningarstofnanir í Vestur-Evrópu. Þau geymdu og ávöxtuðu arf frá tímum Grikkja og Rómverja sem fléttaðist svo saman við kristnar kenningar. Sögur af helgum mö...

category-iconUmhverfismál

Af hverju var Snæfellsjökull gerður að þjóðgarði?

Þjóðgarðar eru stofnaðir skv. 51 gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Þeir eru á landsvæði sem ástæða þykir til að vernda sérstaklega vegna sérstæðs landslags eða lífríkis eða að á því hvíli söguleg helgi. Jafnframt er almenningi heimilt að fara um þjóðgarðinn eftir tilteknum reglum. Markmiðið með því að stof...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?

Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona: Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici...

category-iconHugvísindi

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst. Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?

Jóhann Svarfdælingur eða Jóhann Kristinn Pétursson (1913-1984) er hæsti Íslendingur sem sögur fara af. Hann mældist 2,34 m en það eru 234 cm eða 2340 mm. Um tíma var talið að Jóhann væri hæsti maður í heimi. Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er hins vegar bandaríkjamaðurinn Robert Pershing Wadlow (1918-1...

Fleiri niðurstöður