Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2783 svör fundust
Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?
Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...
Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?
Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 millj...
Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?
Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?
Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja...
Hvernig og hvenær urðu Dimmuborgir til?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan eru hraunmyndanir Dimmuborga komnar og hvenær urðu þau eldsumbrot? Um þetta efni skrifar Kristján Sæmundsson í greininni „Jarðfræði Kröflukerfisins“ (Náttúra Mývatns, ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Rvk. 1991). Fyrir rúm...
Hvers vegna geta fuglar setið á háspennuvír án þess að fá raflost?
Um háspennulínur flæðir gífurlegur rafstraumur með hárri spennu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta þýðir meðal annars að spennumunur frá línunum til jarðar er mikill og því leitar rafstraumurinn niður í jörð ef mögulegt er. Manneskja sem snertir háspennulínu stendur að öllum líkindum á jörðinni eða öðr...
Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?
Skessujurt (Levisticum officinale, e. lovage) er af sveipjurtaætt (Apiacea). Hún er venjulega um 1-1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hérlendis ber plantan venjulega blóm í júlí og eru þau gulgræn að lit. Skessujurtin er upprunnin í Suður-Evrópu við Miðjarðarhafið en barst þaðan norður eftir álfun...
Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...
Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast? Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þ...
Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?
Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...
Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?
Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...
Hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á því hvort strákar í grunnskóla fái meiri athygli í tímum en stelpur?
Erlendis hefur það talsvert verið rannsakað hvort kennarar veiti strákum meiri athygli en stelpum inni í skólastofunni. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að strákar virðast vissulega fá meiri athygli kennara en stúlkur. Það er þó afar umdeilt hversu mikla athygli drengir fá fram yfir stúlkur, hvort sú athygli sé öll...
Getur þú sagt mér frá stökklum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi? Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni...
Duga smokkar alltaf?
Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum. Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var ...