Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconFornfræði

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru nanólegur til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til nanólegur, væri hægt að smíða þær og hvernig væri viðnámið í þeim miðað við venjulegar legur, til dæmis rúllulegur?Það er ekki einfalt mál að svara þessum spurningum. Í stuttu máli eru margir vísindamenn að leita ýmissa tæknilegra lausna á smáum lengdarskala, oft með...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?

Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?

Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er riðuveiki í sauðfé?

Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...

category-iconHagfræði

Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?

Reglugerðir Evrópusambandsins banna alla ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveðnar undanþágur eru þó veittar ef inngrip ríkisins er...

category-iconJarðvísindi

Hver var Guðmundur Kjartansson og hvert var framlag hans til jarðfræðinnar?

Guðmundur Kjartansson (1909–1972)[1] var prestssonur, fæddur að Hruna í Hrunamannahreppi og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Gagnfræðaprófi lauk hann frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og stúdentsprófi frá MR 1929. Náttúrufræðikennari við MR var þá Guðmundur G. Bárðarson, áhuga- og áhrifamaður mikill um náttúruvís...

category-iconBókmenntir og listir

Eru einhver verk sem teljast til heimsbókmenntanna enn óþýdd á íslensku?

Þótt hugtakið „heimsbókmenntir" sé teygjanlegt og umdeilt, þá er svarið við þessari spurningu ótvírætt „já". Það var einkum þýska skáldið Goethe sem kom þessu hugtaki í umferð á Vesturlöndum. Hann segir til dæmis á einum stað að skáldskapurinn sé sameign mannkynsins, öllum sé hollt að svipast um meðal fjarlæg...

category-iconFélagsvísindi

Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?

Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....

category-iconSálfræði

Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?

Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?

Í stuttu máli eru ástæður þess að íkornar lifa ekki hér á landi þær að þeir komast ekki til landsins af sjálfsdáðum, hafa ekki borist hingað óviljandi með fólki og ekki er leyfilegt að flytja þá inn. Landdýralíf á Íslandi er mjög fábrotið vegna einangrunar landsins. Aðeins sex tegundir teljast til villtrar spe...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út? (Björn Reynisson)Hvað er hlutur lengi að finna fyrir þyngdaráhrifum annars hlutar? „Samstundis“ eða með hraða ljóssins? (Jón Pétursson)Hversu hratt ferðast þyngdarkrafturinn? (Benjamín Sigurgeirsson)Verkar þyngdarafl í geimnum samstun...

category-iconHugvísindi

Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi?

Líta má á þetta svar sem framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru þjóðsögur og hverjir söfnuðu þeim fyrst hér á landi? Gagnlegt gæti verið fyrir lesendur að kynna sér það áður en lengra er haldið. Söfnun þjóðfræða á 19. öldMeð rómantík 19. aldar verður skráning þjóðlegs fróðleiks úr munnlegri gey...

category-iconFélagsvísindi

Eru galdrar til?

Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...

Fleiri niðurstöður