Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3714 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?

Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju keppa karlar og konur ekki saman í skák? Skák er hugaríþrótt og þar ættu líkamsburðir ekki að gefa forskot, er annað kynið þá heimskara en hitt að mati skáksambanda? Á mótum eins og Ólympíuskákmótum, sem er liðakeppni, heimsmeistaramótum og landsmótum, ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar dómar eru sleggjudómar?

Orðið sleggjudómur er notað um órökstuddan oftast neikvæðan dóm eða ummæli, til dæmis fella sleggjudóm(a) yfir einhverjum eða einhverju eða um einhvern/eitthvað og leggja sleggjudóm(a) á eitthvað. Á timarit.is er elst dæmi úr Nýjum félagsritum frá 1845: Þessvegna eru dómar hinna sídarnefndu sagnaritara oftas...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?

Kristín Briem er prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins. Ýmis kerfi líkamans þurfa að vinna saman til að við getum hreyft og athafnað okkur dags dagle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?

Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kórvilla?

Í heild var spurningin svona: Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-? Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’. Elsta dæmi í r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?

Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er hægt að græða aftur brotna grein á tré, er með keisaraösp sem er með grein sem klofnaði frá í vetur en er ekki alveg brotin? Oft gerist það á veturna þegar snjóþyngsli eru mikil að greinar trjáa svigna undan þunganum og geta hreinlega rifnað niður eftir stofninum. Af þess...

category-iconLífvísindi: almennt

Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni? Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eyk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki?

Spurning Atla var því sem næst eins og hér er tilgreint en spurning Hannesar og Margrétar var þessi: Hvað veldur því að líkaminn hrörnar, er ekki hægt að gera neitt til að breyta því? Hvers vegna getum við ekki lifað endalaust?Sami höfundur hefur áður svarað spurningunni Af hverju eldumst við? hér á Vísindavefnum....

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru hlutabréfavísitölur?

Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...

category-iconHeimspeki

Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?

Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...

category-iconTrúarbrögð

Er biblían „orð Guðs” samkvæmt kenningum hinnar íslensku þjóðkirkju?

Biblía er grískt orð og þýðir „bækur”. Biblían telur líka margar bækur eða alls 66, og raunar 77 ef apókrýfar-bækur Gamla testamentisins eru taldar með. Þessar bækur eru frá mörgum mismunandi tímum og eru mjög fjölbreyttar að innihaldi. Kristnir menn skipta Biblíunni í tvo hluta, Gamla testamentið annars vegar og ...

Fleiri niðurstöður