Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3070 svör fundust
Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir þjór? Eins og þjórfé? Af hverju heitir það þjórfé þegar maður gefur þjónustufólki pening fyrir góða þjónustu? Fyrri liðurinn í orðinu þjórfé er leiddur af sögninni að þjóra 'drekka áfengi, svalla, slarka’. Eina heimildin sem fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Há...
Af hverju heitir generalprufa þessu nafni?
Orðið generalprufa er fengið að láni úr dönsku, generalprøve. Í dönsku er orðliðurinn general- meðal annars notaður í merkingunni 'allsherjar-' og er um þá merkingu að ræða í generalprøve. Orðið er bæði í dönsku og íslensku notað í leikhúsmáli um lokaæfingu fyrir frumsýningu leikverks. Orðið generalprufa er f...
Hvernig tala menn í belg og biðu?
Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...
Hvað er átt við þegar mönnum er heitt í hamsi? Hvað merkir hams?
Orðið hams merkir ‘hamur, húð’ en einnig ‘geðslag, yfirbragð’. Orðasambandið að vera/verða heitt í hamsi er notað um það er einhverjum hleypur kapp í kinn, einhver verður æstur yfir einhverju. Dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að verða heitt í hamsi eru frá fyrri hluta 20. aldar og sama er að segja um sam...
Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?
Orðið forlíkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 16. öld og hefur líklegast borist hingað sem tökuorð með biblíuþýðingum. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Orðið merkir 'sátt, sættargerð' en einnig 'friðþæging'. Um orðið forlíkuna...
Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?
Að hafa í fullu tré við einhvern merkir að 'standa einhverjum á sporði, vera jafnoki einhvers' og að hafa í fullu tré við eitthvað merkir að 'eiga fullt í fangi með eitthvað. Halldór Halldórsson fjallaði um sambandið að hafa í fullu tré við einhvern í doktorsritgerð sinni Íslensk orðtök (1954: 376). Hann nefni...
Hver er elsta bjórtegundin?
Guinness frá Írlandi var fyrst brugguð árið 1759 og er líklega sú tegund af öli sem er elst. Elsta ölgerð heims er hins vegar Weihenstephan sem er í Freising rétt norður af München. Hún var stofnuð 1040. Bruggun á lager hófst hins vegar 1842 og þar gerir Pilsner urquell frá Tékklandi tilkall til titilsins elsti la...
Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?
Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...
Tengist það eitthvað hjúskaparstöðu þegar sagt er að einhver sé makalaus?
Orðið maki er notað um annað hjóna eða sambúðarfólks, hvort sem um er að ræða karl eða konu, en einnig um dýrapar. Önd, sem ekki hefur náð sér í maka að vori, syndir um makalaus. Maki á sér samsvaranir í grannmálunum, til dæmis í færeysku maki, nýnorsku og sænsku make. Makalaus önd? Af allt öðrum uppruna er ...
Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?
Orðasamböndin að ná endum saman og láta enda ná saman eru einkum notuð um að láta tekjur og gjöld vera jöfn en einnig um að láta birgðir endast fram að næstu sendingu. Uppruninn er erlendur. Í dönsku er talað um at få enderne til at mødes og få enderne til at nå sammen þegar leysa þarf vandamál, einkum um að láta ...
Hvaðan kemur orðið temmilegt?
Hver er uppruni orðsins temmilegt? Má skilja sem svo að ef það er borið saman við orðið glæsilegt, þá sé hægt að segja að eitthvað sé temmt, svona eins og eitthvað er glæst? Spurningin í fullri lengd var svona: Hver er uppruni orðsins temmilegt? Er hægt að segja að eitthvað sé temmt, svona eins og eitthva...
Hvað þýðir orðið skergála?
Skergála og skerjagála er notað um kvensel (á skeri) og óþekka ær sem sækir í flæðisker en einnig um stelpugálu en óþægum og fyrirferðarmiklum stelpum er oft líkt við fyrirferðarmiklar ær. Orðin eru fremur ný í málinu. Eina heimildin í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 20. öld. Fyrri liðurinn er sk...
Hvað er að vera á skjön?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera á skjön við eitthvað, t.d. stefnu eða stjórnvöld. Ég veit hvað það merkir en hvaðan kemur orðið "skjön"? Orðið skjön merkir ‘skakki, skái’. Orðasambandið á skjön merkir ‘á ská, út á hlið’. Það er þekkt í málinu frá 18. öld og er líklega tökuorð úr dönsku på skjøns ...
Hvað er átt við með orðinu ku, eins og þegar sagt er það ku vera?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með orðinu ku? Til dæmis það ku vera. Hvaðan kemur þetta? Ku er samandregin mynd af sögninni að kveða og þekkist allt frá 18. öld. Um er að ræða 3. persónu eintölu og fleirtölu í þátíð: Hann ku vera farinn, hún ku vera lasin, þeir ku vera lagðir af stað, þær ku...
Hvernig fara menn að því að hesthúsa mat?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju er sagt að einhver hesthúsi mat? Hvað kemur hesthús því við? Sögnin að hesthúsa er mynduð af nafnorðinu hesthús ‘hús handa hrossum’. Sögnin merkir að ‘setja hesta í hús’, oft vegna veðurs, og þeim þá gefið inni. Hún er bæði nefnd í Íslensk-danskri orðabók...