Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3241 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Fjallið eina?

Fjallið eina er ekki aðeins nafn á einu fjalli eins og ætla mætti, heldur þremur, ef fjöll skyldi kalla. Þau eru þessi: Móbergshnjúkur (223 m) skammt vestan við Krýsuvíkurveg, norður af Sveifluhálsi í Gullbringusýslu, fyrir sunnan eða suðvestan Óbrinnishólabruna (Landið þitt I:200). (Mynd í Ólafur Þorvaldsson,...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jökull á Grænlandi?

Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...

category-iconHagfræði

Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?

Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...

category-iconEfnafræði

Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?

Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?

Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...

category-iconHeimspeki

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...

category-iconVísindi almennt

Hvenær er næsta rímspillisár?

Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.  sunnudagur  mánadagur  týsdagur  óðinsdagur  þórsdagur  frjádagur  þvottdagur/laugardagur Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að ...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?

Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu ár...

category-iconHeimspeki

Eru hlutir lifandi?

Í stuttu máli er svarið “já, sumir hlutir eru lifandi” en það ræðst reyndar af því hvaða skilningur er lagður í orðið hlutur. Orðið hlutur notum við yfir hitt og þetta sem er til í kringum okkur. Þótt nákvæm skilgreining þessa orðs sé á reiki má kannski segja að hlutur sé eitthvað sem við getum talað um, bent á...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara af þeirri einföldu ástæðu að enginn veit svarið. Í einhverjum elstu rituðu textum sem til þessa hafa fundist er getið um guði. Fyrir fjögur til fimm þúsund árum voru guðir sem sagt dýrkaðir með bænum og helgiathöfnum, að minnsta kosti á því svæði sem til hægðarauka er oft...

category-iconHugvísindi

Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er til í því að nafnorðið peysa sé franskt að uppruna?

Sagan um franskan uppruna orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi misskilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sa...

category-iconHugvísindi

Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?

Svartskeggur er einn þekktasti og alræmdasti sjóræningi sögunnar. Hann hét raunverulega Edward Teach, einnig skrifað Thatch, og fæddist í Englandi, líklega í Bristol, einhvern tíma seint á 17. öld. Sjóræningjanafn sitt fékk hann að sjálfsögðu vegna þess að hann var með gróskumikið og svart skegg. Svartskeggur er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hljóðdvalarbreyting?

Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...

Fleiri niðurstöður