Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra. Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að mið...
Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?
Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og ...
Er hægt að vinna liþín úr jörðu á Íslandi?
Svarið er nei, af ástæðum sem nú skal greina. Liþín (litín, e. lithium, Li) er numið að langmestu leyti úr liþín-ríkum pækli í uppgufunarseti, og úr pegmatít-bergi,[1] en hvorugt er að finna á Íslandi. Aðrar liþín-lindir (e. sources) eru hlutfallslega minni háttar. Áhugavert dæmi má þó nefna um salt-tengd jarðh...
Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?
Sú staðreynd að stærstur hluti byggðar á Íslandi er við ströndina á sér vissulega landfræðilegar skýringar þar sem aðstæður til þéttbýlismyndunar fjarri sjó eru ekki sérlega ákjósanlegar á mörgum svæðum, til dæmis í þröngum fjörðum með lítið undirlendi, eins og víða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Byggðamynstur...
Hvaða áhrif geta reykingar haft á heilsuna og lungun?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það rétt að lungu reykingafólks hreinsast og verða eins og hjá fólki sem ekki hefur reykt ef það hættir að reykja? Stutta svarið Áhrif reykinga á lungun eru oft viðverandi ef reykt er lengi. Með því að hætta er þó alltaf hægt að bæta ástand lungnanna sem losna vi...
Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því, sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða vexti bankinn býður öðrum fjármálafyrirtækjum vegna innlána. Svokallaðir meginvextir Seðlabankans eru vextir á sjö daga bundnum innlánum. Aðrir bankar eig...
Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?
Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala. Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að...
Hefur viðvera og sýnileiki lögreglu áhrif á tíðni afbrota?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hefur aukin viðurvist lögreglu þau áhrif að glæpatíðni minnkar? Umræðan um áhrif viðveru lögreglu á tíðni afbrota á sér langa sögu innan afbrotafræðinnar. Almennt er þá um að ræða sýnilega löggæslu, til dæmis á merktum lögreglubílum, mótorhjólum, hjólum eða lögreglumön...
Kemur alltaf stór stafur á eftir upphrópunarmerki í texta?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ef notað er orðasambandið „og sjá“ sem upphrópun, þarf væntanlega að koma upphrópunarmerki á eftir. Þarf þá að setja stóran staf í byrjun næsta orðs? Þessari spurningu er einfaldast að svara með því að birta stuttan texta úr afar gagnlegu rafrænu riti eftir Jóhannes B....
Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur?
Stutta svarið við spurningunni er að það gæti gosið aftur í Lakagígum en hins vegar er ekkert sem bendir til þess að það gerist á næstunni. Þekkt er að í megineldstöðvum, eins og Grímsvötnum gýs margoft á svipuðum slóðum. Í sprungusveimum utan megineldstöða gýs sjaldnar og þar verða eldgos á gígaröðum þar sem u...
Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...
Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2024?
Svör um fjölda og stærð eldgosa á Reykjanesskaga, starfsstjórn, uppgreiðslu lána, og um það hvort svonefndir Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum, voru mest lesnu nýju svör ársins 2024 á Vísindavefnum. Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2024 Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og...
Er líklegt að olíu sé að finna á Drekasvæðinu?
Bandarískir vísindamenn hófu rannsóknir á Drekasvæðinu, við syðri hluta Jan Mayen-hryggjarins, á sjöunda áratug síðustu aldar, meðal annars til að staðfesta landrek á svæðinu. Niðurstöður þessara rannsókna bentu snemma til þess að Jan Mayen-svæðið væri ólíkt venjulegum úthafsbotni: Segulsviðið var veikara og óregl...
Hvernig eiga skólar að takast á við gervigreind? — Myndband
Þegar svonefnd spunagreind kom fyrst inn í skólana var henni mætt með blöndu af eftirvæntingu, tortryggni og óvissu. Stöðunni má lýsa með hugtakinu vandi utan ramma (e. outside context problem), það er áskorun sem fellur utan þeirra forsendna sem skólakerfið byggir á. En hver er staða grunnskólans gagnvart spun...
Á hvaða degi hefst skammdegi og hvenær lýkur því?
Fjölmargar spurningar um skammdegi hafa borist til Vísindavefsins og er þeim svarað hér. Svona hljóðuðu upprunalegu spurningarnar: Er skammdegi skilgreint með einhverri nákvæmni, þ.e. frá einhverri tiltekinni dagsetningu til annarrar eða miðað við sólarhæð eða eitthvað annað? Er einhver ákveðin dagsetning í al...