Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5207 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?

Á vef Vegagerðarinnar má meðal annars finna tölulegar upplýsingar um vegalengdir milli hinna ýmsu staða á landinu. Samkvæmt þeim tölum eru 44 km frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur, 46 km til Keflavíkur og 51 km til Hafna en Reykjanesbær er sveitarfélag sem stofnað var 11. júní árið 1994 með sameiningu sveitarfélaga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir fiskurinn Sander lucioperca á íslensku?

Íslenska heitið á tegundinni Sander lucioperca er vatnaviðnir eða gedduborri. Þetta er ferskvatnsfiskur sem lifir villtur í ám og vötnum í Evrópu og vestanverði Asíu allt austur til Aralvatns. Hann finnst í vötnum og stórum og straumlitlum ám svo sem í Elbe í Póllandi og Dóná. Gedduborinn lifir einnig í Kaspía...

category-iconHugvísindi

Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll?

Orðið skrælingi merkir villimaður eða ruddi. Það var áður fyrr notað í niðrandi merkingu um frumbyggja Grænlands og meginlands Ameríku, til að mynda í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Í Íslenskri orðsifjabók er bent á tengsl orðsins skrælingi við karlkynsnafnorðið skrælingur sem er haft um 'rignd og skræ...

category-iconHugvísindi

Hvað er afstrakt?

Hugtakið afstrakt eða abstrakt merkir það sem er óhlutstætt og reynir ekki að líkja eftir veruleikanum. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir 'draga frá.' Afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Saga afstraktlistar er yfirleitt talin hefjas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?

Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru brönugrös?

Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica) eru plöntur af brönugrasaætt (orchidacea). Þau eru algeng á láglendi víða um land. Brönugrös finnast þó ekki alls staðar, til dæmis ekki í innsveitum norðanlands, á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts, og suðausturlandi milli Mýrdalssands og Núpstaðar. Brönugrös (...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?

Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm. Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?

Langflest ríki heimsins hafa einungis eina höfuðborg en einhver, líkt og Suður-Afríka, hafa fleiri en eina. Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðst í Afríku. Landið er 1.219.090 km2 eða um tólf sinnum stærra en Ísland. Áætlaður mannfjöldi í júlí árið 2010 er rétt rúmlega 49 milljónir. Í Suð...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er nikótín svona ávanabindandi?

Nikótín hefur ýmis áhrif á líkamann eins og lesa má í svari Öldu Ásgeirsdóttur við spurningunni: Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? Nikótín losar meðal annars dópamín sem er taugaboðefni í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis „umbunarkerfið“ eða „fíknikerfið“. Losun á dóp...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan koma örnefnin Ljárskógar og Ljárvatn?

Örnefnin eru kennd við ána Ljá í Laxárdal í Dalasýslu. Ýmsar skýringar hafa verið uppi um nafnið. Í Noregi er til Ljå, samanber Ljådal, Ljåmo og fleiri örnefni. Norski fræðimaðurinn K. Rygh taldi nafnið vera skylt orðinu lé eða ljár og væri farvegur árinnar ljálaga. (Norske elvenavne, bls. 46). Ásgeir Bl. Ma...

category-iconNæringarfræði

Er eggjarauða fitandi?

Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að brenna. Orkuþörfin er breytileg á milli einstaklinga...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða mat má finna mjölva?

Mjölvi eða sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst í margs konar kornmeti, baunum, ávöxtum og grænmeti. Kolvetni eða sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Mjölvi eða sterkja er mikilvægasta fjölsykran. Mjölvi finnst meðal annars í korni og vörum unnum úr því, baunum, ávöxtum og grænmeti.Á vef Lýð...

category-iconJarðvísindi

Hvar finnst baggalútur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst baggalútur? Ég hef heyrt að það sé hægt að finna baggalút á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði en ég er samt ekki alveg viss, getur eitthvað verið til í því? Baggalútar (hreðjasteinar, blóðstemmusteinar) myndast sem hnyðlingar í storknandi líparíti (sjá svar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið skergála?

Skergála og skerjagála er notað um kvensel (á skeri) og óþekka ær sem sækir í flæðisker en einnig um stelpugálu en óþægum og fyrirferðarmiklum stelpum er oft líkt við fyrirferðarmiklar ær. Orðin eru fremur ný í málinu. Eina heimildin í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 20. öld. Fyrri liðurinn er sk...

Fleiri niðurstöður